fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Stendur við 28 ára gamalt loforð – „Ertu að grínast í mér?“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. júlí 2020 20:00

Vinirnir og eiginkonur þeirra með ávísunina. Mynd:Wisconsin Lottery

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1992 gáfu tveir bandarískir vinir hvor öðrum hátíðlegt loforð. En hvorugur þeirra átti nokkra von á að þeir myndu þurfa að standa við það en það fór nú svo að það gerðist nýlega.

Vinirnir Tom Cook og Joseph Feeney hétu hvor öðrum því að ef annar þeirra myndi fá stóra vinninginn í Powerball Jackpot, sem er bandaríska útgáfan af Lottó, þá myndu þeir skipta vinningnum á milli sín.

Á föstudaginn gerðist það svo að Cook fékk fyrsta vinning í lottóinu, heilar 22 milljónir dollara en það svarar til um þriggja milljarða íslenskra króna.

Um leið og Cook áttaði sig á þessu hringdi hann í Feeney.

„Hann hringdi í mig og ég sagði: „Ertu að grínast í mér?““

Sagði Feeney og bætti við:

„Núna getum við keypt það sem okkur langar í. Ég get ekki ímyndað mér betri leið til að fara á eftirlaun.“

Þrátt fyrir að vinirnir geti nú keypt nánast allt sem þá dreymir um þá hafa þeir engar stórar áætlanir um að gera það. Það eina sem þeir hafa í hyggju er að eyða meiri tíma með fjölskyldum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýjar afhjúpanir í máli hjónanna sem hlutu viðurstyggilegan dauðdaga

Nýjar afhjúpanir í máli hjónanna sem hlutu viðurstyggilegan dauðdaga
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja