fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Fjármálastjórinn er horfinn sem og 300 milljarðar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. júlí 2020 22:00

Höfuðstöðvar Wirecard í Aschheim. Mynd: EPA-EFE/PHILIPP GUELLAND

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok júní varð þýska fyrirtækið Wirecard gjaldþrota í kjölfar þess að forsvarsmenn þess gátu ekki gert grein fyrir hvað hefði orðið af upphæð sem svarar til 300 milljarða íslenskra króna. Nú er fjármálastjórinn, Jan Marsalek, einnig horfinn.

Markus Braun, forstjóri fyrirtækisins, hætti störfum um leið og þetta spurðist út. Hann var síðan handtekinn. Marsalek, sem var nánasti samstarfsmaður Braun, neyddist einnig til að láta af störfum og nú er hann horfinn.

Þýsk yfirvöld telja hann einn af höfuðpaurum málsins. Hann er grunaður um að hafa falsað rekstrartölur fyrirtækisins árum saman og hafi þannig tekist að koma því inn á hinn virðulega Dax-30 hlutabréfalista. Financial Times skýrir frá þessu.

Alþjóðleg handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Marsalek en vangaveltur hafa verið um hvort hann hafi flúið til Filippseyja en þarlend yfirvöld segja að það sé ekki rétt.

Braun hefur verið látinn laus gegn tryggingu. Hann er grunaður um að hafa falsað sölutölur Wirecard til að gera fyrirtækið meira aðlaðandi í augum fjárfesta og viðskiptavina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna