fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

British Airways segir 350 flugmönnum upp störfum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. júlí 2020 20:30

Vél frá British Airways

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska flugfélagið British Airways ætlar að segja 350 flugmönnum upp störfum á næstunni. Auk þeirra verða 300 flugmenn til viðbótar „settir í pott“ sem er hægt að endurráða þegar þörf krefur. Flestir þeirra sem munu missa vinnuna fljúga frá Gatwick í Lundúnum. Margir starfsmenn félagsins munu einnig lækka í launum um 15 prósent og enn aðrir verða að sætta sig við hlutastörf að sinni.

Bloomberg skýrir frá þessu. Þessi niðurskurður er þó langt frá upphaflegum hugmyndum félagsins en það hafði í hyggju að segja 12.000 manns upp eða um 30% starfsmanna sinna. Sú fyrirætlun var harðlega gagnrýnd af stéttarfélögum og þingmönnum.

Samgöngunefnd þingsins sakaði félagið þá um að nota heimsfaraldur kórónuveirunnar sem afsökun fyrir að reka starfsfólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?