fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

American Airlines íhugar að hætta við kaup á Boeing 737 Max

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. júlí 2020 10:15

Boeing 737 MAX 8. Mynd:Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska flugfélagið American Airlines íhugar nú að falla frá kaupum á Boeing 737 Max flugvélum sem það hafði pantað. Ástæðan er ekki sú ólánssaga sem hefur sett mark sitt á vélar af þessari tegund heldur erfiðleikar flugfélagsins við að fjármagna kaupin.  Nú vill American Airlines að Boeing komi að fjármögnun kaupa á vélunum.

Samkvæmt frétt The Wall Street Journal þá hefur flugfélagið átt í erfiðleikum með að finna lánveitendur sem vilja lána til kaupa á vélunum. Ástæða þess er að flugsamgöngur hafa að miklu leyti legið niðri mánuðum saman vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

American Airlines hefur pantað 76 vélar og á að fá þær afhentar á þessu ári. Boeing hefur unnið að því að finna fjármögnunarleið til að flugfélagið geti tekið við vélunum. Ein af þeim lausnum sem nú er verið að skoða er að fjárfestingafélag Boeing kaupi vélarnar og leigi þær síðan áfram til American Airlines.

Samtímis leggur Boeing nótt við dag við að reyna að sannfæra bandarísk flugmálayfirvöld um að Max vélarnar séu öruggar eftir þær breytingar sem hafa verið gerðar á þeim. Flugbann er í gildi á vélar af þessari tegund og því vill Boeing fá breytt svo hægt sé að taka vélarnar í notkun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife
Pressan
Fyrir 5 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði