fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Pressan

Krufningar á COVID-19 sjúklingum afhjúpa hryllilega staðreynd

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. júlí 2020 07:00

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknar um allan heim vinna nú nótt og dag við rannsóknir á ýmsu tengdu kórónuveirunni sem veldur COVID-19 til að reyna að auka þekkingu okkar á þessari skæðu veiru sem við vitum frekar lítið um enn sem komið er.

Eitt af því sem hefur vakið mikla athygli eru niðurstöður krufninga á látnum COVID-19 sjúklingum í Bandaríkjunum. Frá upphafi hefur verið vitað að sumir COVID-19 sjúklingar fá blóðtappa en eftir því sem Amy Rapkiewicz, réttarmeinafræðingur hjá NYU Langone Medical Center, er umfangið og alvarleikinn mun „dramatískari“ en áður var talið. CNN skýrir frá.

„Blóðtapparnir voru ekki bara í stóru æðunum, heldur einnig í þeim litlu. Það var rosalegt því við áttum von á að finna þá í lungunum en þeir voru í næstum öllum líffærum sem voru rannsökuð í krufningunum.“

Hefur CNN eftir Rapkiewicz sem birti nýlega rannsókn um þetta í vísindaritinu The Lancet Journal.

Einnig leiddu krufningarnar í ljós að stórar beinmergsfrumur var að finna í nýrum, hjörtum og fleiri líffærum hinna látnu. Yfirleitt eru þessar frumur aðeins í beinum og lungum að sögn Rapkiewicz. Það kom réttarmeinafræðingunum einnig á óvart að þeir fundu fá tilfelli bólgu í hjörtum fórnarlambanna en í upphafi faraldursins var talið að veiran framkallaði bólgur í hjarta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir
Pressan
Í gær

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðin í jógúrtbúðinni – Hver myrti fjórar stúlkur fyrir þremur áratugum og af hverju hefur hann enn ekki fundist?

Morðin í jógúrtbúðinni – Hver myrti fjórar stúlkur fyrir þremur áratugum og af hverju hefur hann enn ekki fundist?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnanlegt sjónarspil í morgunumferðinni – Myndband

Óhugnanlegt sjónarspil í morgunumferðinni – Myndband
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaði gest á Airbnb um eignatjón – Gestgjafinn notaði gervigreindarmyndir

Sakaði gest á Airbnb um eignatjón – Gestgjafinn notaði gervigreindarmyndir