fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Pressan

Vara við að fleiri smitsjúkdómar geti borist í menn úr dýrum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 11. júlí 2020 07:40

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

COVID-19 er bara nýjasta dæmið um sjúkdóm, sem á rætur sínar að rekja til dýra. Ný skýrsla frá Sameinuðu þjóðunum sýnir að þetta verði algengara í framtíðinni.

Fram til þessa hafa yfir 500.000 látist af völdum nýju kórónuveirunnar en talið er að hún hafi borist í menn frá dýrum. Samkvæmt nýrri skýrslu frá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (Unep) og International Livestock Research Institute (Ilri) má rekja orsakir nýrra sjúkdóma að miklu leyti til skaða sem hefur verið unninn á náttúrunni.

Delia Randolph, fulltrúi Ilri, segir að margir hafi verið undrandi yfir COVID-19, en að sjúkdómurinn hafi ekki komið þeim sem vinna með dýrasjúkdóma á óvart. Hún segir að búast hefði mátt við faraldri sem þessum.

Hætta á fleiri sjúkdómsfaröldrum

Ebóla, Zika, Mers og Sars eru allt svokallaðir dýrasjúkdómar, en þeir berast allir í menn frá dýrum. Samkvæmt Unep á COVID-19 að öllum líkindum rætur sínar að rekja til leðurblakna. Í skýrslunni er bent á sjö atriði sem gætu aukið líkurnar á nýjum sjúkdómum. Má þar nefna aukin eftirspurn eftir dýrapróteini, meiri nýting ræktarlands, aukning nýting á villtum dýrum og loftslagsbreytingar.

Inger Andersen, sem er stjórnandi hjá Unep segir að vísindin sýni okkur að ef við höldum áfram að nýta villt dýr og eyðileggja vistkerfin megum við, á næstu árum, reikna með stöðugum straumi sjúkdóma af þessu tagi, sem hoppa frá dýrum og yfir í menn.

Nýir sjúkdómar munu breiðast út ef yfirvöld um heim allan grípa ekki til ráðstafana til þess að koma í veg fyrir að fleiri sjúkdómar berist frá dýrum í menn. Sjúkdómsfaraldrar hafa eyðileggjandi áhrif á tilveru okkar og efnahaginn, og eins og við höfum upplifað á undanförnum mánuðum eru það hinir fátækustu og þeir sem eru veikastir fyrir sem þjást mest.

Mikið fjárhagslegt tjón

Í skýrslunni kemur fram að um tvær milljónir manna, meiri hluti þeirra í fátækum löndum, látist á ári hverju af völdum dýrasjúkdóma, en horft sé fram hjá því.

Á síðastliðnum 20 árum hafa sjúkdómar af þessu tagi haft í för með sér fjárhagslegt tjón uppá meira en 100 milljarða dollara. Tjónið vegna COVID-19 er ekki innifalið í þeirri tölu. Samkvæmt skýrslunni er gert ráð fyrir því að tjónið vegna COVID-19 muni á næstu árum fara upp í um 9000 milljarða dollara. Samkvæmt Delia Randolph hjá Ilri eiga um 75% nýrra sjúkdóma rætur sínar að rekja til dýra og hófst þessi þróun á fjórða áratug síðust aldar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf