fbpx
Föstudagur 25.september 2020
Pressan

Fólk greinist aftur með kórónuveiruna og vísindamenn vita ekki af hverju

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. júní 2020 06:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn vita ekki með vissu hvernig stendur á því að fólk sem hefur smitast af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, og hefur náð sér greinist aftur með smit mörgum vikum síðar. Ekki er heldur vitað hvort fólkið getur smitað aðra.

Í nýrri rannsókn danskra vísindamanna voru sýni tekin úr 200 manns, sem höfðu smitast af veirunni og náð sér, til að kanna hvort hún greindist í þeim á nýjan leik. Smit greindist í um 20% þátttakendanna. TV2 skýrir frá þessu.

Haft er eftir Martin Tolstrup, lækni og lektor í smitsjúkdómafræðum við Árósaháskóla, að niðurstaðan hafi komið honum á óvart. Hann vann að rannsókninni. Hann sagði að sýnin hafi verið tekin þegar að minnsta kosti fjórar vikur voru liðnar frá því að fólkið var úrskurðað fullfrískt. Af þeim sökum hafi þess ekki verið vænst að veiran væri enn í svo mörgum. Sýni voru tekin úr hálsi fólksins en rannsóknin beindist aðallega að þróun mótefna í líkama sjúklinga eftir smit. Einnig voru tekin blóðsýni úr fólkinu. Hjá sumum fannst „töluvert magn af veirunni“.

Sömu niðurstöður hafa einnig komið fram við rannsóknir í Suður-Kóreu og Færeyjum. Tolstrup sagði að ekki væri ástæða til að ætla að fólkið smitaði enn frá sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Svarti lénsherrann“ dæmdur í 5 ára fangelsi

„Svarti lénsherrann“ dæmdur í 5 ára fangelsi
Í gær

Ótrúlegar lokatölur úr Laxá í Aðaldal

Ótrúlegar lokatölur úr Laxá í Aðaldal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þurftu að sveigja Alþjóðlegu geimstöðinni fram hjá geimrusli

Þurftu að sveigja Alþjóðlegu geimstöðinni fram hjá geimrusli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ökumaður reyndi að stinga lögregluna af – „Ég þarf svo mikið að kúka“ – Myndband

Ökumaður reyndi að stinga lögregluna af – „Ég þarf svo mikið að kúka“ – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þýskur saksóknari segist hafa sannanir fyrir því að Madeleine McCann sé látin

Þýskur saksóknari segist hafa sannanir fyrir því að Madeleine McCann sé látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegt morðmál fyrir dómi – Játar að hafa myrt eiginkonuna með sveðju á götu úti

Óhugnanlegt morðmál fyrir dómi – Játar að hafa myrt eiginkonuna með sveðju á götu úti