fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Uppgötvuðu undarlegan grænan bjarma á Mars

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. júní 2020 21:15

Hér sést græni liturinn vel. Mynd:ESA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gervihnötturinn ExoMars Trace Gas Orbiter (TGO) er á braut um Mars og vinnur að ýmsum rannsóknum á plánetunni. Nýlega greindi hann undarlegan grænan glampa í andrúmsloftinu. Um er að ræða súrefni. Þessum glampa svipar til Norðurljósanna hér á jörðinni.

Vísindamenn hafa reynt að staðfesta tilvist þessa fyrirbrigðis á Mars í um fjóra áratugi en það var fyrst nýlega sem þessu geimfari, sem er á vegum Evrópsku geimferðastofnunarinnar ESA, tókst að staðfest tilvist þess. Skýrt var frá niðurstöðum rannsóknarinnar í vísindaritinu Nature Astronomy.

Mynd:ESA

Á jörðinni myndast glóandi súrefni þegar rafeindir utan úr geimnum skella á efri lögum gufuhvolfsins og mynda þannig daufan grænan glampa. Andrúmsloft jarðarinnar og Mars glóir stöðugt, bæði nótt og dag, þegar sólarljósið blandast við atóm og sameindir í andrúmsloftinu.

Þessi græni glampi er mjög daufur hér á jörðinni en sést á sumum myndum sem geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni hafa tekið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol