fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Er þetta besta atriðið í Britain‘s Got Talent í ár?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. maí 2020 05:59

Fayth Ifil. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskir sjónvarpsáhorfendur hafa varla haldið vatni yfir frammistöðu hinnar 12 ára Fayth Ifil í undankeppni Britain‘s Got Talent. Þættirnir voru teknir upp áður en heimsfaraldur COVID-19 braust út en það er núna fyrst verið að sýna þættina og er óhætt að segja að Fayth hafi tekið bresku þjóðina og heimsbyggðina með trompi með glæsilegri frammistöðu sinni.

Fayth söng gamla Creedence Clearwater Revival slagarann Proud Mary og miðað við frammstöðu hennar er ljóst að hér er óvenjulega hæfileikarík stúlka á ferð.

Fayth Ifil. Skjáskot/YouTube

Hún gaf allt í flutning lagsins og kannski má segja að ummæli David Walliams, eins dómaranna, lýsi best þeim áhrifum sem flutningur Fayth hafði á fólk:

„Stundum, mjög sjaldan, kemur einhver upp á sviðið og það eina sem þú hugsar með þér er að þeir séu fæddir til að verða stórstjörnur.“

Eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan er Simon Cowell einnig heillaður af Fayth.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?