fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Lögreglumaður grunaður um rekstur vændishúss

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. maí 2020 21:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænskur lögreglumaður og eiginkona hans eru grunuð um að hafa rekið nuddstofu sem í raun var vændishús. Konurnar, sem þar störfuðu, eru frá Taílandi. Samkvæmt frétt Aftonbladet er talið að hjónin hafi hagnast um sem nemur rúmlega 20 milljónum íslenskra króna á rekstrinum.

Lögreglan lét nýlega til skara skríða gegn vændishúsinu, sem er í Stokkhólmi, eftir að hafa fylgst með því um langa hríð. Aftonbladet hefur eftir Christian Fröden, sem stýrir þeirri deild lögreglunnar sem rannsakar mansalsmál, að hjónin hafi hagnast mjög á öðru fólki.

Per Nichols, saksóknari, vildi ekki segja hvaða hlutverki lögreglumaðurinn og eiginkona hans hefðu gegnt í rekstrinum og sagði að yfirheyrslur muni vonandi leiða það í ljós. Að lokum muni það vonandi leiða til að ákæra verði gefin út.

Dómsskjöl, sem Aftonbladet hefur undir höndum, sýna að hjónin hafi hagnast vel á rekstrinum eða um sem svarar til rúmlega 20 milljóna íslenskra króna. Þetta er byggt á áætlunum á grunni gagna sem lögreglan fann í vændishúsinu.

Hjónin voru úrskurðuð í 14 daga gæsluvarðhald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann
Pressan
Fyrir 2 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 4 dögum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi