fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Geta hafið dreifingu bóluefnis gegn COVID-19 í september

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. maí 2020 05:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lyfjafyrirtækið AstraZeneca segist geta framleitt einn milljarða skammta af bóluefni gegn COVID-19 og geti hafið dreifingu þess í september. Fyrirtækið á í samstarfi við vísindamenn hjá Oxford háskóla sem eru að þróa bóluefni.

Tilraunir eru hafnar á fólki en vísindamennirnir eru mjög bjartsýnir og hafa látið hafa eftir sér að þeir telji 80% líkur á að bóluefnið muni virka.

AstraZensa segist nú þegar hafa fengið pantanir á 400 milljónum skammta af bóluefninu. Næsta verkefni sé að semja um frekari framleiðslu á efninu „til að tryggja aðgengi að því á alþjóðavísu“. Einnig segir fyrirtækið að fyrstu niðurstöður úr tilraunum á fólki séu væntanlegar innan skamms. Sky skýrir frá þessu.

Ef þær tilraunir ganga vel hefjast fleiri tilraunir í nokkrum löndum. Ef allt gengur að óskum er ætlunin að hafa bóluefni fyrir 30 milljónir Breta tilbúið í september og fyrir 300 milljónir Bandaríkjamanna í október.

Pascal Soriot, forstjóri AstraZeneca, segir að það þurfi að sigrast á veirunni í sameiningu því annars muni hún halda áfram að valda miklum hörmungum og hafa langvarandi áhrif á efnahagslífið og samfélög um allan heim. Allt, sem í mannlegu valdi stendur, verði gert til að þróa bóluefnið hratt og gera það aðgengilegt.

Fyrirtækið hefur fengið einn milljarð Bandaríkjadala frá bandarískum yfirvöldum til þróunar, framleiðslu og afhendingar á bóluefni í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rekinn eftir samlokuárás

Rekinn eftir samlokuárás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega