fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Pressan

Segir að hugsanlega þurfi ekki bóluefni gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. maí 2020 07:00

Karol Sikora. Mynd:Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mánuðum saman hafa fjölmargir vísindamenn einblínt á að þróa bóluefni gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19. En samkvæmt því sem Bretinn Karol Sikora, fyrrum yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO, segir þá er ekki víst að við munum hafa þörf fyrir bóluefni.

Í samtali við The Telegraph sagði hann að sá möguleiki sé fyrir hendi að veiran hverfi af sjónarsviðinu af sjálfu sér. Þessi 71 árs Breti útskýrði þetta nánar á Twitter:

„Það er raunverulegur möguleiki á að veiran fjari út áður en bóluefni hefur verið þróað. Við sjáum nánast sama mynstrið allstaðar og ég hef grun um að ónæmið sé stærra en talið er. Við neyðumst til að halda áfram að hægja á útbreiðslu veirunnar en hún gæti dáið út af sjálfu sér.“

Hann tók jafnframt fram að staðan sé enn mjög óljós og því sé mjög mikilvægt að halda áfram að gæta vel að hreinlæti og halda góðri félagslegri fjarlægð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum
Pressan
Fyrir 4 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð