fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Rottur smita fólk af lifrarbólgu og enginn veit hvernig

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 17. maí 2020 13:25

Rottum hefur fjölgað mikið víða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmri viku var staðfest að karlmaður á sjötugsaldri, sem býr í Hong Kong, væri smitaður af lifrarbólgu E. Um er að ræða mjög sérstaka útgáfu lifrarbólgu E. en þetta er aðeins tíunda tilfelli hennar sem staðfest hefur verið í fólki.

CNN skýrir frá þessu. Fyrsta tilfellið var staðfest 2018 þegar ónæmiskerfi 56 ára karlmanns brást við lifrarbólgu E. Vandinn var bara að sú tegund, sem finnst í fólki, fannst ekki í blóði hans. Þess í stað fannst sú tegund sem er aðeins að finna í rottum.

Þetta var því í fyrsta sinn sem staðfest var að rottu lifrarbólga E., einnig þekkt sem „rottu HEV, væri í manneskju.

Í lok apríl var ellefta tilfellið í fólki staðfest af læknum í Hong Kong. Siddharth Sridhar, hjá Hong Kong háskólanum, var einn þeirra sem staðfesti fyrsta tilfellið og óttast hann að mörg hundruð manns geti verið smitaðir án þess að vita það.

Stóra ráðgátan er síðan hvernig smitið barst úr rottum í fólk. Því hefur vísindamönnum ekki enn tekist að svara en þeir hafa þó ákveðnar hugmyndir um það.

Þeir hafa velt því upp að hugsanlega hafi fólkið drukkið mengað vatn eða snert mengaða fleti. Þetta hefur þó ekki hjálpað neitt við rannsókn á nýjasta smitinu því heima hjá sjúklingnum eru hvorki rottur né rottuskítur. Engir aðrir á heimilinu eru smitaðir og sjúklingurinn hefur ekki ferðast nýlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca