fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Rottur smita fólk af lifrarbólgu og enginn veit hvernig

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 17. maí 2020 13:25

Rottum hefur fjölgað mikið víða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmri viku var staðfest að karlmaður á sjötugsaldri, sem býr í Hong Kong, væri smitaður af lifrarbólgu E. Um er að ræða mjög sérstaka útgáfu lifrarbólgu E. en þetta er aðeins tíunda tilfelli hennar sem staðfest hefur verið í fólki.

CNN skýrir frá þessu. Fyrsta tilfellið var staðfest 2018 þegar ónæmiskerfi 56 ára karlmanns brást við lifrarbólgu E. Vandinn var bara að sú tegund, sem finnst í fólki, fannst ekki í blóði hans. Þess í stað fannst sú tegund sem er aðeins að finna í rottum.

Þetta var því í fyrsta sinn sem staðfest var að rottu lifrarbólga E., einnig þekkt sem „rottu HEV, væri í manneskju.

Í lok apríl var ellefta tilfellið í fólki staðfest af læknum í Hong Kong. Siddharth Sridhar, hjá Hong Kong háskólanum, var einn þeirra sem staðfesti fyrsta tilfellið og óttast hann að mörg hundruð manns geti verið smitaðir án þess að vita það.

Stóra ráðgátan er síðan hvernig smitið barst úr rottum í fólk. Því hefur vísindamönnum ekki enn tekist að svara en þeir hafa þó ákveðnar hugmyndir um það.

Þeir hafa velt því upp að hugsanlega hafi fólkið drukkið mengað vatn eða snert mengaða fleti. Þetta hefur þó ekki hjálpað neitt við rannsókn á nýjasta smitinu því heima hjá sjúklingnum eru hvorki rottur né rottuskítur. Engir aðrir á heimilinu eru smitaðir og sjúklingurinn hefur ekki ferðast nýlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?