fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Pressan

Hér misstu 122 milljónir manna vinnuna á sex vikum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 16. maí 2020 14:20

Myndin er frá Nýju Delí á Indlandi og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um allan heim hefur heimsfaraldur kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, haft mikil áhrif. Gripið hefur verið til margvíslegra aðgerða til að hemja útbreiðslu veirunnar og efnahagslífið hefur fengið stóran skell. Atvinnuleysi hefur aukist mikið.

Indland, sem er næstfjölmennasta ríki heims, er þar engin undantekning en þar hafa 122 milljónir manna misst vinnuna á síðustu sex vikum. 1.400 milljónir búa í landinu.

Í apríl mældist atvinnuleysið í landinu 23,5 prósent en í fyrstu vikunni í maí var það komið í 27,1 prósent að sögn Centre for Monitoring Indian Economy (CMIE). Í mars mældist atvinnuleysið 8,7 prósent og hafði þá ekki mælst svo mikið síðan 2014.

Indversk yfirvöld halda ekki skrár yfir atvinnuleysi en tölurnar frá CMIE eru taldar nokkuð nákvæmar.

Lokun samfélagsins hefur valdið því að milljónir landsmanna hafa streymt frá borgunum heim í sveitirnar því enga vinnu er lengur að hafa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi einræðisherra lifir þægilegu lúxuslífi í Rússlandi

Fyrrverandi einræðisherra lifir þægilegu lúxuslífi í Rússlandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá