fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Svona lítur Madeleine McCann hugsanlega út í dag

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. maí 2020 05:55

Madeleine McCann hvarf úr þessu húsi árið 2007.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Madeleine McCann er enn á lífi þá átti hún 17 ára afmæli í gær. Henni var rænt úr sumarleyfisíbúð í Praia da Luz í Portúgal nokkrum dögum fyrir fjögurra ára afmælið hennar 2007. Síðan hefur ekkert til hennar spurst þrátt fyrir gríðarlega umfangsmikla rannsókn portúgölsku og bresku lögreglunnar. Foreldrar hennar halda fast í vonina um að hún sé á lífi og breska lögreglan vinnur enn að rannsókn málsins.

Í tilefni af afmælisdeginum gerði breski háskólaprófessorinn Hassan Ugail tölvumynd af Madeleine sem hann segist „nokkuð viss um“ að sýni mjög vel hvernig hún lítur út í dag ef hún er á lífi.

Myndin var gerð með bestu mögulegu tölvutækni. Hún byggist á því að tölvan „lærir“ hvernig fólk eldist og tekur einnig útlit og líkindi annarra fjölskyldumeðlima með í reikninginn.

Í samtali við Daily Star sagði Ugail að notast hafi verið gríðarlega stóran gagnabanka með myndum af fólki af mörgum kynþáttum og báðum kynjum. Forritið hafi síðan verið látið læra algóryþma um öldrunarferlið.

„Þegar um hvítt fólk er að ræða vitum við að konur eldast öðruvísi en karlar og að hvítt fólk eldist allt öðruvísi en svart fólk eða fólk frá Asíu.“

Tölvugerða myndin af Madeleine.

Hann vonast til að myndin geti hugsanlega orðið til þess að einhver muni eftir því að hafa séð Madeleine á lífi og að lögreglan geti notað hana.

Talsmaður foreldra Madeleine hefur áður sagt að fjölskyldan tjái sig ekki um myndir sem sýna hvernig Madeleine líti hugsanlega út í dag og að fjölskyldan noti sjálf aðeins myndir sem breska lögreglan hefur samþykkt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni