fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Pressan

Prófessor í smitsjúkdómalækningum – „Við stefnum í átt að miklum harmleik“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. apríl 2020 07:35

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Olsen, yfirlæknir og prófessor í smitsjúkdómalækningum, telur að sænskum yfirvöldum hafi orðið á mistök í baráttunni við COVID-19 faraldurinn. Hann telur að mörg þúsund Svíar muni láta lífið af völdum veirunnar.

„Faraldurinn kemur eins og flóðbylgja yfir okkur. Þetta er eins og veggur af smiti. Við munum fá háar dánartölur í Svíþjóð, sérstaklega í Stokkhólmi, og við munum sjá gríðarlega aukningu á næstu vikum.“

Segir Olsen sem er yfirlæknir og prófessor í smitsjúkdómalækningum við Uppsalaháskóla. Hann hefur unnið að rannsóknum á sjúkdómafaröldrum og er einn fremsti vísindamaður Svíþjóðar á þessu sviði.

„Ég vil ekki giska á hversu margir ég óttast að muni deyja. Það geta verið 5.000 eða 10.000. Það er að gerast er að Svíþjóð stefnir í átt að miklum harmleik.“

Í gær var tilkynnt að 114 hefðu látist af völdum COVID-19 sólarhringinn á undan í Svíþjóð. Samtals höfðu þá 591 dauðsföll verið skráð. Til samanburðar höfðu 89 látist í Noregi og 203 í Danmörku en í báðum löndunum eru íbúar um helmingi færri en í Svíþjóð.

Olsen telur að það hafi tekið sænsk yfirvöld alltof langan tíma að átta sig á alvöru málsins. Þegar þau hafi loks áttað sig á alvörunni hafi þau ekki gert nógu mikið. Hann telur að á næstu tveimur árum muni tæplega átta milljónir Svía smitast af veirunni.

„Nú er of seint að stöðva þróunina. Það hefði átt að loka Stokkhólmi fyrir mánuði síðan, þá hefðum við staðið okkur betur.“

Hann gagnrýnir yfirvöld harðlega og þá sérstaklega landlæknisembætti sem hefur að mestu tekið ákvarðanir um viðbrögð og aðgerðir vegna faraldursins. Aðgerðirnar hafa verið miklu mildari en á hinum Norðurlöndunum. Skólar og leikskólar eru opnir sem og veitingahús, barir og aðrir álíka staði.

„Í upphafi var farin leið sem var mistök. Það hefur komið okkur í þá stöðu sem við erum í.“

Segir hann og segir einnig að áhrifafólk hjá landlæknisembættinu hafi ekki viljað hlusta á önnur sjónarmið. Þrátt fyrir að dánartölurnar hafi hækkað meira en í nágrannaríkjunum hafi aðferðafræðinni ekki verið breytt. Hann telur að landlæknisembættið hafi of mikil völd, röng stefna hafi verið tekin í upphafi um hvernig ætti að ná stjórn á faraldrinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Deilur um nektarmyndir enduðu með morði

Deilur um nektarmyndir enduðu með morði
Pressan
Í gær

WHO ætlar að fylgjast náið með nýrri hættulegri veiru í svínum í Kína

WHO ætlar að fylgjast náið með nýrri hættulegri veiru í svínum í Kína
Pressan
Í gær

Nígerísk internetstjarna handtekinn fyrir milljarðasvik

Nígerísk internetstjarna handtekinn fyrir milljarðasvik
Pressan
Í gær

Eldingar urðu rúmlega 100 að bana á Indlandi

Eldingar urðu rúmlega 100 að bana á Indlandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa leyst 38 ára gamla morðgátu

Telja sig hafa leyst 38 ára gamla morðgátu
Fyrir 2 dögum

Veiðin byrjaði með látum á svæði fjögur í Stóru Laxá

Veiðin byrjaði með látum á svæði fjögur í Stóru Laxá
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að kórónuveiran hafi borist með Dönum til Íslands

Telja að kórónuveiran hafi borist með Dönum til Íslands
Fyrir 3 dögum

Stórlaxinn beygði krókinn

Stórlaxinn beygði krókinn