fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Telja að COVID-19 geti valdið alvarlegum blóðtöppum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. apríl 2020 21:45

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungt og heilsuhraust fólk á fertugs og fimmtugsaldri getur fengið alvarlega blóðtappa ef það er smitað af COVID-19 veirunni. Þetta segja nokkrir læknar í New York. Bandarískir fjölmiðlar hafa að undanförnu skýrt frá mörgum sjúklingum, yngri en 50 ára, sem hafa fengið alvarlega blóðtappa. Rannsóknir á þeim leiddu í ljós að þeir voru smitaðir af COVID-19.

Í umfjöllun CNN og Washington Post kemur fram að fólkið hafi verið með væg einkenni sjúkdómsins og hafi ekki verið með neina undirliggjandi sjúkdóma eða verið í áhættuhópi af öðrum ástæðum.

Læknar hjá Mount Sinai Health System í New York telja sig hafa fundið sannanir fyrir að COVID-19 valdi því að blóðið storknar á óvenulegan hátt og það geti leitt til blóðtappa og heilablóðfalla hjá sjúklingum sem hafa aldrei áður fengið slíkt.

„Það er eins og veiran geti valdið aukinni storknun í stóru æðunum sem veldur síðan alvarlegum blóðtöppum.“

Sagði taugaskurðlæknirinn Thomas Oxley í samtali við CNN. Hann sagði að skýrslur hans og starfsbræðra hans sýni að á síðustu tveimur vikum hafi þeir glímt við sjö sinnum fleiri tilfelli blóðtappa hjá fólki yngra en 50 ára en áður en faraldurinn gaus upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri