fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Spá því að allt að 20.000 Svíar látist af völdum COVID-19

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. apríl 2020 06:59

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á milli 8.000 og 20.000 Svíar geta látist af völdum COVID-19 sjúkdómsins að mati tveggja vísindamanna. Þeir Tom Britton, prófessor í stærðfræði við Stokkhólmsháskóla, og Uno Wennergren, prófessor í fræðilegri líffræði við háskólann í Linköping, hafa báðir reiknað út hversu margir Svíar muni látast af völdum sjúkdómsins.

Við útreikninga sína hafði Wennergren meðal annars til hliðsjónar hversu margir hafa látist í öðrum löndum, hversu mikið veiran hefur dreift sér, hverjir muni væntanlega smitast og getu sænska heilbrigðiskerfisins til að annast alvarlega veikt fólk.

Í samtali við Sænska ríkisútvarpið sagði Wennergren að ef öll þjóðin smitast muni á milli 20.000 og 40.000 manns látast. Hann sagðist þó telja, miðað við núverandi ástand, að um helmingur þjóðarinnar smitist og dauðsföllin verði á milli 10.000 og 20.000.

Útreikningar Britton byggjast á tölum heilbrigðisyfirvalda um fjölda smita í Stokkhólmi fyrir um þremur vikum. Þær bar hann síðan saman við hversu margir hinna smituðu létust á næstu þremur vikum en það líða oftast um þrjár vikur frá smiti þar til fólk deyr. Niðurstaða hans er að dánartíðnin sé um 0,4 prósent. Hann segist því telja að á bilinu 8.000 til 10.000 muni látast af völdum sjúkdómsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann
Pressan
Fyrir 2 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 4 dögum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi