fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Pressan

Nýjar tölur frá Svíþjóð sýna áhrif undirliggjandi sjúkdóma á dánartíðni af völdum COVID-19

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. apríl 2020 05:49

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú hafa rúmlega 2.700 látist af völdum COVID-19 sjúkdómsins í Svíþjóð. Í gær birtu sænsk heilbrigðisyfirvöld lista yfir hvaða undirliggjandi sjúkdómar hrjáðu marga þeirra sem hafa látist af völdum COVID-19.

Aftonbladet skýrir frá þessu. Fram kemur að yfirvöld hafi skoðað 1.700 dauðsföll sérstaklega til að fá skýrari mynd af áhættuþáttunum. Tölurnar sýna meðal annars að of hár blóðþrýstingur og hjarta- og æðasjúkdómar koma oft við sögu.

79,6 prósent hinna látnu voru með of háan blóðþrýsting.

29 prósent hinna látnu voru með sykursýki.

14,6 prósent hinna látnu voru með lungnasjúkdóm.

14,4 prósent hinna látnu voru ekki með neinn af fyrrgreindum áhættuþáttum.

Tölurnar sýna einnig að 90 prósent hinna látnu voru eldri en 70 ára. Helmingurinn var eldri en 86 ára. Eitt prósent hinna látnu voru yngri en 50 ára. 54 prósent hinna látnu voru karlar og 56 prósent dauðsfallanna áttu sér stað í Stokkhólmi og úthverfum borgarinnar.

Niðurstaðan er því að dánartíðnin er hærri meðal eldra fólks og hjá þeim sem eru með ákveðna sjúkdóma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér