fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Pressan

Frægur kjötmarkaður enn opinn – Selja leðurblökur og snáka

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. apríl 2020 18:00

Rottur til sölu á Tomohon markaðnum. Mynd: Flickr/Niek van Son

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir COVID-19 faraldurinn er hinn umtalaði kjötmarkaður Tomohon í Sulawesi í Indónesíu enn opinn. Þar selja kaupmenn til dæmis hunda, ketti, leðurblökur og snáka. Talið er líklegt að COVID-19 veiran hafi átt upptök á svipuðum markaði í Wuhan í Kína og hafi borist í fólk úr dýri eða dýrum sem þar voru seld til manneldis.

Starfsfólk dýraverndunarsamtakanna PETA segist hafa heimsótt markaðinn nú í apríl og meðal annars séð kjöt af villisvínum, snákum, hundum og rottum til sölu. Berhent sölufólk og viðskiptavinir hafi verið að handleika kjöt af dýrum sem var slátrað á staðnum.

Leðurblökur þykja herramannsmatur á sumum svæðum í Kína og það sama á við á Sulawesi eyju þar sem hefð er fyrir að nota þær í karrýrétt sem heitir Paniki. Í honum er meðal annars heil leðurblaka, þar á meðal vængirnir og hausinn.

Dýraverndunarsamtök og stjórnvöld víða um heim hafa kallað eftir því að markaðnum verði lokað en það hefur ekki borið árangur enn sem komið er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað