fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Pressan

13 ára lést af völdum COVID-19 – Fjölskyldan fékk ekki að vera hjá honum á dánarbeðinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. apríl 2020 07:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski læknirinn Alan Courtney starfar á gjörgæsludeild sjúkrahúss í Lundúnum. Þar hefur hann undanfarið þurft að glíma við aðstæður sem hann hafði aldrei séð fyrir sér að þurfa að upplifa. Í samtali við Sky News lýsti hann því að suma daga hafi 40% af innlögðum sjúklingum verið heilbrigðisstarfsfólk og að sjúklingar sem átti að fara að útskrifa hafi skyndilega látist af völdum veirunnar skæðu. Þá lýsti hann því einnig hvernig sjúklingar hafa orðið að vera einir á dánarbeðinu.

Einn sjúklingurinn á deildinni hans var gjörgæsluhjúkrunarfræðingur af deildinni hans.

„Það tekur á sálina að sjá vinnufélaga berjast fyrir lífi sínu.“

Sagði hann og bætti við:

„Við vorum líka með 13 ára pilt sem fjölskyldan var ekki hjá þegar hann lést. Hann fékk ekki að kveðja.“

Hann sagði að veiran væri algjörlega ófyrirsjáanleg og að margir sem verða henni að bráð séu ungir og heilbrigðir.

„Við vorum með mann á fertugsaldri sem lést þegar við ætluðum að fara að útskrifa hann. Við höldum að hann hafi fengið blóðtappa í lungun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 6 dögum

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá