fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

„Heimsendadagur“ á sjúkrahúsi í New York – Þrír COVID-19 sjúklingar létust í höndum lækna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. mars 2020 07:01

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

New York er að fara illa út úr COVID-19 faraldrinum og er eiginlega miðpunktur útbreiðslu veirunnar þessar klukkustundirnar. Um helmingur allra smita í Bandaríkjunum hefur greinst í borginni. Þetta hefur að vonum mikil áhrif á sjúkrahús borgarinnar.

Í umfjöllun New York Times um eitt þeirra, Elmhurst Hospital Center, kemur vel fram hversu mikið álag er á sjúkrahúsið og hversu hrikalega erfiðar aðstæður hjúkrunarfólkið starfar við þessa dagana. Ashley Bray, 27 ára, starfar sem læknir á sjúkrahúsinu. Á þriðjudaginn varð hún að beita hjartahnoði á þrjá sjúklinga smitaða af COVID-19. Þeir létust allir í höndunum á henni. Kona á níræðisaldri, karlmaður á sjötugsaldri og 38 ára karlmaður. Þennan dag létust 13 sjúklingar á sjúkrahúsinu af völdum veirunnar.

Bray segir ástandið á sjúkrahúsinu jafnast á við „heimsendi“. En það er kannski ekki það versta því allt bendir til að ástandið eigi enn eftir að versna. Andrew Cuomo, ríkisstjóri í New York, hefur sagt að þess sé vænst að ástandið verði verra í apríl en í mars og að maí verði hugsanlega enn verri. Núna eru 53.000 sjúkrarúm í ríkinu en Cuomo telur þörf á 140.000 þegar faraldurinn nær hámarki.

Samkvæmt skjölum sem New York Times hefur fengið aðgang að stefnir í að gjörgæsludeildir ríkisins fyllist í þessari viku. Einnig kemur fram að reiknað sé með að líkhúsin fyllist á sama tíma.

Cuomo hefur sagt að mikilvægast sé að fá fleiri öndunarvélar, þörf sé á 30.000 vélum en 11.000 séu til staðar í ríkinu. Alríkisyfirvöld hafa brugðist við þessu með að senda sjúkraskip til New York en í því er rými fyrir 1.000 sjúklinga. Skipið kemur þó ekki á áfangastað fyrr en um miðjan apríl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 6 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“