fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

COVID-19 panik – „Ég var í rusli og á endanum svaf ég hjá systur eiginkonu minnar“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. mars 2020 06:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessir sérkennilegu COVID-19 tímar sem við upplifun núna eru mjög svo undarlegir og fara misjafnlega í fólk. Margir eiga eðlilega erfitt með að finna sig í þessum nýju aðstæðum sem við lifum núna við og úr geta orðið flóknar aðstæður sem hefðu kannski ekki komið upp við eðlilegar kringumstæður.

Samkvæmt því sem íþróttasálfræðingurinn Steve Pope segir þá reynir ástandið sérstaklega mikið á marga knattspyrnumenn sem spila í ensku úrvalsdeildinni. Í samtali við The Sun sagðist hann hafa fengið rúmlega 50 símtöl frá örvæntingarfullum knattspyrnumönnum að undanförnu.

Skjólstæðingar hans spila meðal annars með Manchester United, Glasgow Rangers og Burnley. Pope sagði að einn leikmaðurinn hafi verið svo örvæntingarfullur vegna ástandsins að hann hafi endað með að halda framhjá eiginkonu sinni.

„Leikmaður hringdi í mig og sagði: „Ég var í rusli og endaði með að sofa hjá systur eiginkonu minnar.““

Pope sagði að leikmenn, sem eru vanir að vera miðpunktur athyglinnar og séu með þykkt seðlaveski, eigi oft erfitt með að takast á við einangrun.

„Knattspyrnumenn, sérstaklega þeir þekktustu, hafa þörf fyrir fullnæginguna sem þeir fá þegar þeir spila fyrir framan áhorfendur.“

Sagði hann og bætti við margir þeirra, sem hringja í hann, séu byrjaðir að drekka, spila fjárhættuspil eða taka eiturlyf vegna ástandsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dulbjó sig sem mamma sín en skeggbroddarnir komu upp um hann

Dulbjó sig sem mamma sín en skeggbroddarnir komu upp um hann
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“