fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Pressan

Hún ætlaði bara að segja vinum sínum gleðifréttir – Fékk þá 30.000 nýja fylgjendur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. febrúar 2020 06:00

Katy Helend. Mynd:Katy Helend/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudag skrifaði hin breska Katy Helend tíst sem farið hefur um allan heim. Katy hafði þá farið í gegnum síðustu lyfjameðferðina og vildi deila þessum fréttum með fylgjendum sínum 12 á Twitter. En tístið fór heldur betur á flug.

„Ég tísti ekki oft og ég er bara með 12 fylgjendur, en í dag var síðasta lyfjameðferðin mín og ég vildi segja öllum frá því (allavega 12 manneskjum)!“, skrifaði hún. Þessi tveggja barna móðir bjóst ekki við því að þetta tíst hennar myndi fara um allan heim. Tæplega milljón notenda hafa „líkað við“ innleggið og yfir 100.000 hafa skrifað athugasemd við það.

„Ég trúi því varla hvað það eru margir sem hafa séð þetta. Ég tók upp nokkrar sekúndur á dag, sem ég setti saman og ákvað að deila þessu litla myndbroti eftir síðustu lyfjameðferðina á Castle Hill sjúkrahúsinu“, segir hún við dagblaðið Hull Live.

Faðmlag frá öllum heiminum

Katy segir í viðtali við sjónvarpsstöðina BBC Easty Yorks and Lincs að hún sé angdofa yfir viðbrögðunum. Á örfáum dögum hefur hún bætt við sig 30.000 fylgjendum. Hún segir í myndbandi á Twitter, að þetta sé eins og að allur heimurinn taki utan um þig og gefi þer stórt knús.

Hún segir einnig frá því að í september hafi hún greinst með sjaldgæfa tegund brjótakrabbameins en að góðu fréttirnar hafi verið þær að lyfjameðferð virki mjög vel á þessa tegund krabbameins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst
Pressan
Fyrir 5 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn