fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Pressan

Sífellt meiri hætta á hryðjuverkum og ofbeldisverkum öfgahægrimanna í Evrópu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. febrúar 2020 07:01

Þýskir nýnasistar safnast saman. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópskar leyniþjónustur hafa aukið eftirlit sitt með öfgahægrimönnum að undanförnu. Svo virðist sem öfgahægrimenn skiptist nú í enn fleiri hópa og samtök en áður og að staðan á hægri vængnum sé miklu flóknari en áður. Öfgahægrimenn eru margir hverjir reiðubúnir til að beita ofbeldi eða fremja hryðjuverk gegn pólitískum andstæðingum sínum á borð við múslima, gyðinga eða innflytjendur.

Í kjölfar hryðjuverksins í Hanau í Þýskalandi í síðustu viku, þar sem hinn 43 ára Tobias R. myrti 9 gesti á vatnspípukaffihúsum og síðan móður sína áður en hann tók eigið líf, sagði Horst Seehofer, innanríkisráðherra, að Þýskalandi stafi ógn af öfgahægrimönnum.

Leyniþjónusta norsku lögreglunnar telur jafnmiklar líkur á að öfgahægrimenn fremji hryðjuverk þar í landi eins og að öfgafullir múslimar geri það. Leyniþjónustan bendir einnig á að öfgahægrimenn séu nái sífellt betri tengslum sín á milli þvert á landamæri. Norskir öfgahægrimenn eru sagðir eiga í meiri alþjóðlegum samskiptum en áður og að þeir noti sama áróður og öfgasinnaðir íslamistar. Leyniþjónustan bendir einnig á að 2018 hafi sjö hryðjuverk verið framin í heiminum sem tengja mátti við öfgahægrisinna. 2019 voru þau sextán segir í umfjöllun Jótlandspóstsins.

Magnus Ranstorp, einn fremsti sérfræðingur Norðurlandanna í málefnum hryðjuverkamanna, segir engan vafa leika á að mikill uppgangur sé nú hjá öfgahægrimönnum í Evrópu. Leyniþjónustur beini nú sjónum sínum enn frekar að öfgahægrimönnum og að full ástæða sé til því vænta megi fleiri árása á moskur og innflytjendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram