fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Öfgahægrimenn styrkjast í Þýskalandi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. febrúar 2020 22:00

Þýskir nýnasistar safnast saman. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öfgahægrimaðurinn Tobias R. myrti 9 manns þegar hann gerði árás á tvö vatnspípukaffihús í bænum Hanau á miðvikudag í síðustu viku. Hann fór síðan heim og skaut móður sína til bana og tók síðan eigið líf. Yfirvöld segja að um hryðjuverk hafi verið að ræða og að Tobias hafi verið knúinn áfram af öfgahægriskoðunum.

Að vonum er Þjóðverjum mjög brugðið vegna málsins og virðast margir hafa vaknað upp við vondan draum um hversu sterkir öfgahægrimenn eru nú orðnir í landinu.

Angela Merkel, kanslari, hélt stuttan fréttamannafund eftir hryðjuverkið þar sem hún sagði margt benda til að um öfgahægrimann væri að ræða og að hatur hans í garð annarra hafi verið drifkrafturinn á bak við ódæðisverkið.

„Rasismi er eitur. Hatur er eitur.“

Sagði Merkel og bætti við: „Eitrið er til staðar í samfélaginu okkar.“

Þjóðverjar opnuðu af alvöru augun fyrir hættunni sem stafar af öfgahægrimönnum 2011. Þá brunnu tveir menn til bana í hjólhýsi og Beate Zschäpe var handtekin. Frá miðjum tíunda áratugnum höfðu hún og mennirnir tveir myrt 10 manns. Þau aðhylltust öll nasisma. Níu af fórnarlömbunum voru útlendingar en það tíunda var lögreglukona. Þremenningarnir höfðu komist yfir sprengiefni og höfðu í hyggju að fremja fleiri ódæðisverk, þar á meðal að ráðast á samkomuhús gyðinga.

Í skýrslu Bundesverfassungsschutz (sem er sú leyniþjónustustofnun sem sér um innlend málefni) frá 2018 kemur fram að tæplega 13.000 manns eru taldi reiðubúnir til að fremja ofbeldisverki í nafni öfgahægrisinnaðrar hugmyndafræði. Tæplega 58.000 manns voru sagðir hafa tekið þátt í margvíslegu starfi tengdu öfgahægriskoðunum, 2010 voru þeir rúmlega 16.000. Um 24.000 manns voru sagðir félagar í flokkum eða samtökum sem eru skilgreind sem öfgahægriflokkar eða samtök.

Í síðustu viku handtók þýska lögreglan 12 menn víða um land. Þeir eru grunaðir um að hafa ætlað að skapa ástand, sem líkist næstum borgarastyrjöld, í landinu með ofbeldisverkum. Hópurinn var stofnaður í september á síðasta ári. Hinir handteknu eru á aldrinum 20 til 50 ára að sögn þýskra fjölmiðla. Í tengslum við handtökurnar sagði Christine Lambrecht, dómsmálaráðherra, að raunveruleg hætta stafi af öfgahægrimönnum í landinu. Dagblaðið Süddeutsche Zeitung hafði eftir heimildamönnum innan leyniþjónustunnar að hættan á hryðjuverkum frá öfgahægrimönnum hafi aldrei verið meiri í Þýskalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Starfsmaður líkbrennslu fékk í hendurnar líkkistu sem grunsamlegt hljóð heyrðist frá

Starfsmaður líkbrennslu fékk í hendurnar líkkistu sem grunsamlegt hljóð heyrðist frá
Pressan
Í gær

Stjarna úr Húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina

Stjarna úr Húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum