fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Pressan

Niðurstöður DNA-rannsókna í máli Anne-Elisabeth liggja fyrir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. febrúar 2020 06:00

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hjónanna. Skjáskot af vef Aftenposten.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lögreglan hefur nú fengið niðurstöður úr DNA-rannsóknum í tengslum við rannsóknina á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen frá heimili sínu þann 31. október 2018 en ekkert hefur til hennar spurst síðan. Lögreglan telur að hún sé ekki lengur á lífi og rannsakar málið sem morðmál.

Lögreglan vonast til að niðurstöður DNA-rannsóknanna geti komið að gagni við rannsókn málsins. Tommy Brøske, sem stýrir rannsókninni, staðfesti í samtali við VG að lögreglan hafi fengið niðurstöður DNA-rannsókna og að enn séu niðurstöður að berast. VG segir að lífsýnin hafi fundist á ýmsum hlutum á heimili Hagen-hjónanna.

Ekki er þó öruggt að niðurstöðurnar leiði til þess að málið leysist en Brøske sagði að hugsanlega þurfi að afla fleiri lífsýna í framtíðinni. Hann sagðist enn bjartsýnn á að lögreglunni takist að leysa málið.

Lögreglan komst að því hvernig skóm mögulegur gerandi var í, einnig fundust hótunarbréf, umslag og fleira sem lífsýni fundust á. Einnig voru tekin lífsýni af persónulegum munum Anne-Elisabeth. Lögreglan veit nú hvar margir þessara muna voru keyptir.

VG segir að lögreglunni hafi ekki enn tekist að tengja þessa muni við einn ákveðinn aðila og því hafi henni ekki enn tekist að ná ótvíræðum árangri sem geti leitt til handtöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins