fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Hringdi 20 sinnum í lykilmann hjá rússnesku leyniþjónustunni – Lét síðan til skara skríða

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. febrúar 2020 07:01

Höfuðstöðvar FSB í Moskvu. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 20 sinnum, á sex mánaða tímabili, hringdi Vadim Krasikov í Eduard Bendersky sem er lykilmaður í ákveðinni deild hjá rússnesku leyniþjónustunni FSB. Þremur dögum eftir síðasta samtal þeirra, sem fór fram 13. ágúst 2019, fór Vadim til Berlínar og lauk verkefni sínu en það fólst í að drepa Georgíumanninn Zelimkhan Khangoshvili sem var þyrnir í augum rússneskra stjórnvalda.

Bendersky er lykilmaður í þeirri deild FSB sem á tímum Sovétríkjanna sá um verkefni í útlöndum sem fólust í að grafa undan stjórnvöldum, sá um mannrán, valdarán og morð á óvinum ríkisins. Sjö aðrir starfsmenn deildarinnar voru einnig öðru hvoru í sambandi við Krasikov mánuðina áður en hann fór til Berlínar.

Der Spiegel hefur ásamt Bellingcat og The Insider komist að þessu með því að kafa ofan í lýsigögn (metadata) sem eru upplýsingar um aðrar upplýsingar. Í þessu tilfelli var hægt að nálgast þessi gögn í tveimur farsímum sem Krasikov notaði mánuðina fyrir morðið. Miðlarnir segja að hann hafi einnig verið tíður gestur í æfingamiðstöð sem sérsveitir FSB nota. 14 sinnum heimsótti hann stöðina og eitt sinn dvaldi hann þar í 14 daga.

Þessar upplýsingar styrkja grunsemdir um að FSB hafi á beinan hátt komið að morðinu á Khangosvhili segir Der Spiegel sem leggur einnig áherslu á að þar með séu meiri líkur á að rússnesk stjórnvöld hafi staðið á bak við morðið.

Vakti mikla athygli

Morðið vakti mikla athygli því það var framið um hábjartan dag. Krasikov hjólaði upp að fórnarlambinu og skaut það tveimur skotum og flýtti sér síðan á brott. Morðið var nánast alveg eins og annað morð, sem Krasikov framdi, í Moskvu 2013 en fórnarlambið var einnig óvinur Rússlands.

Lýst var eftir Krasikov á alþjóðavettvangi í kjölfar þess morðs en rannsókn málsins var hætt tveimur árum síðar. Skömmu síðar fékk Krasikov ný skilríki á nafni Vadim Sokolov. Sérfræðingar telja þetta benda til að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki morðinu í Moskvu.

En Krasikov slapp ekki undan þýsku lögreglunni því hann var handtekinn skömmu eftir morðið og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Hann hefur ekki viljað tjá sig neitt um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?