fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Pressan

Sturla segir íslenska karlmenn vera með stærstu typpin í Evrópu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. febrúar 2020 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margar mýtur eru tengdar getnaðarlimum karla og það er margt, sem tengist getnaðarlimum, sem ekki er enn vitað með fullri vissu. Þá er hollt fyrir karla að stunda sjálfsfróun því það getur dregið úr líkunum á að þeir fái krabbamein í blöðruhálskirtil.

Þetta sagði Sturla Pilskog, þvagfærasérfræðingur og yfirlæknir á sjúkrahúsinu í Bærum í Noregi, í sjónvarpsþættinum God morgen Norge í síðustu viku. Þar ræddi hann um eitt og annað sem tengist getnaðarlimum karla.

Hann sagði að flestar spurningar karla um líffærið snúist um hvort limur þeirra sé nægilega stór, of brátt sáðlát, bletti á limnum og vandamál með að ná reisn.

Hann benti á að stærðin hafi ekki mikið að segja þegar kemur að virkni limsins og að flestir séu með eðlilega getnaðarlimi. Hann sagði meðalstærð getnaðarlima norskra karla vera á bilinu 13 til 14 sm.

„Það er meira en nóg. Miklu minni limir koma að góðu gagni við það sem á að nota þá til.“

Sagði Sturla sem sagðist hafa verið með sjúklinga sem voru með limi allt niður í 3,5 sm og hafi þeir ekki átt í neinum vandræðum með að eignast börn.

Hann sagði íslenska karla vera þá best vöxnu niður í Evrópu en meðallimastærð þeirra sé 15 sm en ekki sé vitað af hverju.

Hann sagði að bæði sjálfsfróun og fullnægingar hafi ýmis jákvæð áhrif. Það losi um efni í heilanum og blóðinu sem geti unnið gegn stressi, svefnvandamálum, þunglyndi og kvíða. Hann sagði einnig að það geti dregið úr líkunum á að fá blöðruhálskrabbamein ef karlar stunda sjálfsfróun. En hann sagði að sá hængur væri á þessu að karlar verði að fróa sér rúmlega 20 sinnum í mánuði til að ná þessari virkni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar
Pressan
Í gær

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir stunda stórtækan þjófnað, peningaþvætti og að lauma sér í störf erlendis

Norður-Kóreumenn sagðir stunda stórtækan þjófnað, peningaþvætti og að lauma sér í störf erlendis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk skilaboð frá manninum sem braut á henni í háskóla fyrir rúmum áratug – „Svo, ég nauðgaði þér“

Fékk skilaboð frá manninum sem braut á henni í háskóla fyrir rúmum áratug – „Svo, ég nauðgaði þér“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun