fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Pressan

Fötluð kona er komin með upp í kok af Iceland

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 14. febrúar 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fötluð kona segist vera komin með upp í kok af heimsendingarþjónustunni hjá versluninni Iceland. Ástæðan fyrir því er sú að hún hefur átt erfitt með að fá vörurnar sem hún kaupir alveg heim að dyrum.

Melanie Lugini heitir konan og vegna fötlunar getur hún ekki farið sjálf út að versla í matinn. Melanie býr í Bretlandi og hefur verslað við Iceland þar í landi í mörg ár og nýtt sér heimsendingarþjónustuna þeirra. Hún flutti nýverið frá Sheffield til Leicester en í nýja húsinu er skortur á bílastæðum. Það hefur orðið til þess að sendlarnir hafa ekki komið með vörurnar upp að dyrum þar sem þeir finna ekki stæði.

Melanie sendi kvörtun til Iceland vegna þessa. „Þeir hafa neitað að koma með vörurnar upp að dyrum svo ég kvartaði,“ sagði Melanie í samtali við LeicestershireLive. „Síðan þá hafa sendlarnir verið ókurteisir og óvægnir svo ég sendi aðra kvörtun. Síðasti sendillinn sem kom hingað sagði að hann vildi ekki koma með vörurnar til mín því hann vildi ekki eiga á hættu að fá sekt fyrir að leggja ólöglega. Þegar hann kom síðan með vörurnar sagði hann að ef hann fengi sekt þá þyrfti ég að borga fyrir hana.“

Þá sagði sendillinn við Melanie að ef hann þyrfti að koma aftur með sendingu til hennar þá þyrfti hún að fara út og sækja vörurnar, annars fengi hún þær ekki. Eftir síðustu kvörtun hennar var henni sagt að verslunarstjórinn myndi hafa samband við hana til að ræða um málið. Nú hefur þó vika liðið síðan þá og enginn hefur haft samband.

Talsmaður Iceland segist harma það að upplifun Melaine sé þessi. „Við munnum finna lausn á þessu á næstunni,“ sagði talsmaðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Í gær

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 2 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni
Pressan
Fyrir 3 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat