fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Bóluefnið frá Astrazeneca er ódýrt, öruggt og áhrifaríkt samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. desember 2020 06:37

Rannsóknarstofur AstraZeneca í Lundi í Svíþjóð. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bóluefni, gegn kórónuveirunni, sem vísindamenn við Oxfordháskóla hafa þróað í samvinnu við bresk/sænska lyfjafyrirtækið Astrazeneca er öruggt, áhrifaríkt og veitir góða vernd gegn veirunni. Þessu er slegið föstu í nýrri rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu The Lancet.  Auk þess er það ódýrt.

BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að Astrazeneca geti fljótlega byrjað að afhenda mörg hundruð milljónir skammta af bóluefninu.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar þá getur bóluefnið dregið úr útbreiðslu veirunnar og um leið veitt vernd gegn veikindum og dauða. „Niðurstöðurnar sýna að bóluefnið virkar gegn COVID-19,“ sagði Pascal Soriot, yfirmaður hjá Astrazeneca, að sögn BBC.

Astrazeneca vonast til að bóluefnið verði samþykkt til notkunar fyrir áramót eða strax í byrjun næsta ár. Soriot sagði að fyrirtækið væri byrjað að senda gögn til yfirvalda víða um heim í því skyni að fá samþykki þeirra fyrir notkun bóluefnisins. Einnig sé dreifingarkerfi fyrirtækisins í fullum gangi og tilbúið til að dreifa mörg hundruð milljónum skammta af bóluefninu um allan heim án þess að fyrirtækið hagnist á því.

Flestir þátttakendanna í rannsókninni voru yngri en 55 ára en niðurstöðurnar benda til að bóluefni veiti eldra fólki einnig vernd gegn veirunni. Enn er þó ekki alveg ljóst hvaða skammtastærð af bóluefninu veitir mesta vernd. Þegar niðurstöður tilrauna með það voru kynntar fyrir tveimur vikum kom fram að þrjú mismunandi stig verndar hefðu komið í ljós, allt frá 62% upp í 90% en meðalverndin var 70%. Ástæðan er að styrkleiki annars af þeim tveimur skömmtum sem voru gefnir í tilrauninni var aðeins helmingurinn af því sem átti að vera. En það var lán í óláni því sú skammtastærð veitti besta vernd eða 90% á meðan „eðlilegar“ skammtastærðir veittu 62% vernd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal