fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Það er hugsanlega fullt af útdauðum samfélögum vitsmunavera í Vetrarbrautinni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 27. desember 2020 10:35

Vetrarbrautin. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá hafa flest samfélög vitsmunavera í Vetrarbrautinni liðið undir lok. Líklegt þykir að þau hafi gert út af við sig sjálf á einn eða annan hátt.

LiveScience skýrir frá þessu. Fram kemur að rannsóknin hafi verið birt þann 14. desember í arXiv gagnagrunninum. Í rannsókninni var stuðst við nútíma stjörnufræði og tölfræðilíkön til að kortleggja uppruna og dauða vitsmunalífs í Vetrarbrautinni. Þrír eðlisfræðingar hjá Caltech og einn menntaskólanemi gerðu rannsóknina. Í henni kemur fram hvar og hvenær líklegt má teljast að líf verði til eða hafi orðið til í Vetrarbrautinni. Einnig er farið yfir mikilvægustu skilyrðin fyrir útbreiðslu lífs og það sem ógnar henni mest: Tilhneigingu vitsmunalífs til að gjöreyða sjálfu sér.

Við rannsóknina var notast við þekkingu okkar á þáttum sem eru taldir hafa áhrif á þróun vitsmunalífs, til dæmis tilvist stjarna sem plánetur, sem líkjast jörðinni, eru á braut um, tíðni banvænna geislana frá sprengistjörnum, líkurnar á að tími og nauðsynleg skilyrði séu fyrir hendi til að líf geti myndast og hugsanlega tilhneigingu vitsmunasamfélaga til að eyða sér.

Út frá þessum forsendum og þróun Vetrarbrautarinnar frá upphafi komust vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu að líkurnar á að líf hafi myndast hafi náð hámarki um 13.000 ljósárum frá miðju Vetrarbrautarinnar og átta milljörðum ára eftir að hún myndaðist.

Jörðin er um 25.000 ljósár frá miðju Vetrarbrautarinnar og mannkynið varð til um 13,5 milljörðum eftir að Vetrarbrautin myndaðist. Þetta þýðir að við erum nokkurskonar útverðir hvað varðar landafræði í Vetrarbrautinni og urðum seint til miðað við önnur samfélög vitsmunavera. En ef gengið er út frá því að líf myndist nokkuð oft og verði að lokum vitsmunalíf þá eru líklega önnur samfélög vitsmunavera í Vetrarbrautinni, líklega á fyrrgreindu 13.000 ljósárasvæði en þar er mikið af stjörnum sem líkjast sólinni okkar.

Vísindamennirnir segja að flest önnur samfélög vitsmunavera í Vetrarbrautinni séu líklega ung vegna þess hversu líklegt það er að vitsmunalíf hafi eytt sjálfu sér fyrir löngu síðan. Ef að samfélög vitsmunavera náðu hámarki fyrir 5 milljörðum ára þá eru flest þau samfélög nú horfin af sjónarsviðinu út af fyrrgreindi tilhneigingu þeirra til að eyða sjálfum sér að mati vísindamannanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks