fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Pressan

„NorCal nauðgarinn“ dæmdur í 897 ára fangelsi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. desember 2020 21:30

Roy Charles Waller. Mynd:Sacramento Police Department

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Charles Wallerraðnauðgari, sem herjaði á norðurhluta Kaliforníu í að minnsta kosti 15 ár þarf ekki að gera sér vonir um að verða látinn laus úr fangelsi. Hann var dæmdur í 897 ára fangelsi á föstudaginn fyrir mannrán, nauðganir og önnur kynferðisbrot. Hann var oft kallaður NorCal nauðgarinn.

Dómstóll í Sacramento fann hann sekan um 46 ákæruatriði í síðasta mánuði en hann var ákærður fyrir ofbeldi gegn níu konum á árunum 1991 til 2006. Þær báru allar vitni fyrir dómi.

Samkvæmt frétt CNN þá bjuggu konurnar í norðurhluta Kaliforníu og urðu fyrir barðinu á Waller þar. Í mörgum tilfellum braust hann inn á heimili þeirra, batt þær og nauðgaði. Hann lét yfirleitt til skara skríða að næturlagi og stundum rændi hann konunum og fór með þær að hraðbönkum þar sem hann lét þær taka út peninga og stundum stal hann munum af heimilum þeirra.

Frá 2006 hafði lögreglan búið yfir lífsýnum sem tengdu sex mál saman. Ekki var vitað hver Waller var því lífsýni úr honum höfðu aldrei verið skráð í opinbera gagnagrunna. Fyrir tveimur árum komst lögreglan loksins áleiðis með að bera kennsl á hann þegar lífsýni úr honum, sem fannst á einum afbrotavettvanginum, var notað til að þróa sérstakan DNA-prófíl. Með því var hægt að þrengja hringinn að hugsanlegum ættingjum ofbeldismannsins og þannig þrengdist hringurinn sífellt að Waller. Þetta er sama tækni og var notuð til að hafa uppi á the Golden State KillerWaller var síðan handtekinn á vinnustað sínum í Berkeley að sögn saksóknara. „Það skipti engu máli hvað ég gerði. Þetta var DNA-mál. Við gátum ekki horft fram hjá þeirri staðreynd að lífsýni úr honum voru á nærri öllum afbrotavettvöngunum,“ sagði Joe Farina verjandi Waller.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórbruni á sveitabýli í Þýskalandi – Fjölskyldan var að borða jólamáltíðina

Stórbruni á sveitabýli í Þýskalandi – Fjölskyldan var að borða jólamáltíðina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi
Pressan
Fyrir 1 viku

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum
Pressan
Fyrir 1 viku

Sauð upp úr á bardaga Jake Paul: UFC-kappi slóst við föruneyti YouTube-stjörnu

Sauð upp úr á bardaga Jake Paul: UFC-kappi slóst við föruneyti YouTube-stjörnu
Pressan
Fyrir 1 viku

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 1 viku

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt