fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Pressan

Fékk leigumorðingja til að myrða foreldrana – Blaðamaður kom upp um ráðabruggið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. desember 2020 22:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

26 ára kona frá Canberra í Ástralíu er grunuð um að hafa ætlað að láta myrða foreldra sína. Hún er sögð hafa fengið leigumorðingja til verksins og hafi fundið hann á djúpnetinu svokallaða. Hún samdi við hann og greiddi honum fyrir verkið. Enskur blaðamaður komst á snoðir um þetta og gerði lögreglunni viðvart í október.

ABC skýrir frá þessu. Konan samdi við leigumorðingjann um að hann fengi sem svarar til um tveggja milljóna íslenskra króna fyrir verkið og greiddi hún honum sem svarar til um hálfrar milljónar íslenskra króna fyrir fram.

Konan var handtekin á mánudaginn í kjölfar húsleitar heima hjá henni. Hún er einnig grunuð um innbrot og þjófnað því lögreglan telur að hún hafi stolið sem nemur um 250.000 íslenskum krónum frá foreldrum sínum í september.

Lögreglan segir að það hafi verið fjárhagslegar hvatir sem lágu að baki hjá konunni því hún átti að erfa eigur foreldra sinna að þeim látnum. Foreldrana grunaði ekki hvað dóttir þeirra hafði í hyggju og hafa aðstoðað lögregluna eftir fremsta megni við rannsókn málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar kynna óhugnanlegt vopn – Kjarnorkuknúin eldflaug sem enginn getur stöðvað

Rússar kynna óhugnanlegt vopn – Kjarnorkuknúin eldflaug sem enginn getur stöðvað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála