fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Adolf Hitler sigraði í kosningum til héraðsstjórnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. desember 2020 22:00

Uunona Adolf Hitler. Mynd:Kjörstjórnin í Oshana

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kosningar til þýska þingsins 1933 voru örlagaríkar því þær mörkuðu þáttaskil og voru nokkurs konar aðgöngumiði nasistans Adolfs Hitlers til valda í landinu. Flestir þekkja eflaust þá sögu og þann hrylling sem ríkti á valdatíð hans, þar á meðal gyðingaofsóknir og síðari heimsstyrjöldin. En í síðustu viku sigraði nafni hans í héraðskosningum í Nambibíu með miklum yfirburðum. Sigur sem hefði eflaust ekki vakið mikla athygli nema fyrir nafn mannsins.

Hann heitir fullu nafni Uunona Adolf Hitler og fékk 85% atkvæða í kjördæmi sínu og tryggði sér þar með sæti í héraðsstjórninni. Í samtali við þýska blaðið Bild sagðist hann ekki hafa nein tengsl við hugmyndafræði þýska nafna síns. „Bara það að ég ber þetta nafn er ekki ávísun á að ég vilji leggja Oshana (héraðið sem hann bauð sig fram í, innsk. blaðamanns) undir mig. Það þýðir ekki að ég sækist eftir heimsyfirráðum,“ sagði hann.

Namibía var áður þýsk nýlenda og er Adolf Hitler ekki óalgengt nafn þar að sögn Uunona Adolf Hitler. „Faðir minn skýrði mig eftir þessum manni. Hann skildi líklega ekki hvað Adolf Hitler stóð fyrir. Þegar ég var barn fannst mér þetta mjög venjulegt nafn. Það var ekki fyrr en ég varð eldri sem ég skildi að þessi maður vildi leggja heiminn undir sig. Ég tengist engu slíku,“ sagði hann og bætti við að eiginkona hans kalli hann Adolf og að hann hafi ekki í hyggju að breyta nafni sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“