fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Pressan

Suður-Kóreumenn handtóku mann á hlutlausa svæðinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. nóvember 2020 07:45

Varðturn Norðanmanna við hlutlausa svæðið. Mynd: EPA-EFE/JEON HEON-KYUN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suður-kóreskir hermenn handtóku Norður-Kóreumann sem er talið að hafi verið að flýja til suðurs yfir vel víggirt landamæri Kóreuríkjanna. Hermenn sáu til ferða mannsins á þriðjudagskvöldið þegar hann komst yfir gaddavírsgirðingu. Hann var handtekinn um 80 mínútum síðar eftir að aftur sást til hans við austurenda hlutlausa svæðisins sem er tæplega 250 km að lengd og þakið jarðsprengjum.

Ekki liggur fyrir hvort maðurinn er hermaður eða óbreyttur borgari en hann var ekki í einkennisbúningi. Í yfirlýsingu frá suður-kóresku herstjórninni kemur fram að rannsókn sé hafin á málinu til að komast að hver maðurinn er og hvernig hann hafi komist inn á hlutlausa svæðið og hvort hann hafi verið að flýja land.

Á síðustu tveimur áratugum hafa um 31.000 Norður-Kóreumenn flúið til suðurs en mjög fáir hafa farið yfir hlutlausa beltið. Flestir fara til Kína og þaðan í gegnum þriðja land til að komast til Suður-Kóreu, Taíland verður oft fyrir valinu.

Fyrir tveimur árum tókst norður-kóreskum hermanni að flýja yfir hlutlausa beltið til suðurs en ári áður var annar skotinn af félögum sínum þegar hann reyndi að komast til suðurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“
Pressan
Í gær

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá