fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Fangar hafa fengið háar fjárhæðir greiddar í bætur – Hugsanlega eitt stærsta svikamál sögunnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. nóvember 2020 18:01

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raðmorðingjar og fangar, sem bíða aftöku, í Kaliforníu hafa náð að svíkja út háar fjárhæðir í bætur á undanförnum mánuðum. Hugsanlega er hér um eitt stærsta fjársvikamál sögunnar að ræða í Kaliforníu.

Anne Marie Schubert, saksóknari í Sacramento, segir að tugir þúsunda fanga, þar á meðal raðmorðingjar og morðingjar sem bíða aftöku, hafi svikið út bætur. NBC News skýrir frá þessu.

Svindlið snýst um bætur til atvinnulausra vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. „Svikin eru rosaleg,“ sagði Schubert að sögn NBC News.

Frá mars til ágúst gerðu fangar í fangelsum í Kaliforníu kröfu um að fá 140 milljónir dollara í félagslegar bætur. Í sumum tilvikum voru bæturnar greiddar beint til fanganna en í öðrum voru þær greiddar ættingjum og vinum þeirra.

Cynthia Zimmer, saksóknari í Kern County, segir að yfirvöldum hafi verið gert viðvart um svindlið í september eftir að margir fangar höfðu fengið greiðslur. Í sumum tilvikum voru notuð fölsk sjúkratrygginganúmer og nöfn eins og John Doe (nafn sem er notað fyrir óþekkt fólk, innsk. blaðamanns) og önnur viðurnefni. „Í hreinskilni sagt, þá eru fangarnir að hafa okkur að fíflum,“ sagði Schubert.

Einnig eru dæmi um að krafa hafi verið gerð um bætur undir réttum nöfnum. Það gerðu til dæmis 133 af þeim 700 föngum sem bíða aftöku í ríkinu. Schubert sagði að dauðadæmdir fangar hafi fengið greidda 420.000 dollara. Hún sagði einnig að svindlið hafi verið mögulegt vegna þess að í Kaliforníu eru gögn úr fangelsum ekki borin saman við umsóknir um atvinnuleysisbætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali