fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Pressan

Mældist á 274 km/klst við Eyrarsundsgöngin

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 21:00

Eyrarsundsbrúin. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudagskvöldið voru danskir lögreglumenn við hraðamælingar við Eyrarsundsgöngin sem eru hluti af þjóðveginum, sem liggur á milli Danmerkur og Svíþjóðar, þegar þeir mældu hraða bifreiðar 274 km/klst en leyfður hámarkshraði á veginum er 90 km/klst.

Kaupmannahafnarlögreglan skýrði frá þessu á Twitter. Í samtali við Ekstra Bladet sagði talsmaður lögreglunnar að hann minntist þess ekki að ökumaður hafi áður mælst á svona miklum hraða, að minnsta kosti ekki á síðustu árum. Það er kannski ekki furða því hraði á borð við þennan er eitthvað sem fólk á frekar von á að sjá í Formúlu 1 en á dönskum vegum.

Ökumaðurinn ók Mercedes AMG sem er sérstök útgáfa af þessari tegund og með sérstaklega aflmikla vél. Ökumaðurinn, sem er tvítugur, var að koma frá Svíþjóð og hlýddi hann strax fyrirmælum lögreglunnar um að stöðva aksturinn.

Þar sem bifreiðin er skráð í Svíþjóð gat lögreglan ekki lagt hald á hana eins og gert hefði verið ef um bifreið skráða í Danmörku væri að ræða. Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum.

Annar ökumaður mældist á yfir 200 km/klst í sömu aðgerð eða á 205 km/klst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum
Pressan
Fyrir 4 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð