fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Nafn hennar vekur athygli – „Hvernig finnst þér að eyðileggja heiminn?“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. nóvember 2020 05:18

Corona Newton. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverjum degi hringja ókunnugir í 49 ára fimm barna móður sem býr í Oldham á Englandi. Ástæðan er að fólkið er hissa á nafni hennar og sumir vilja kanna hvort það sé virkilega rétt og enn aðrir úthúða henni.

BBC skýrir frá þessu. Konan heitir Corona Newton og er óhætt að segja að líf hennar hafi breyst mikið eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á enda ber hún sama nafn og kórónuveira á ensku.

BBC hefur eftir henni að fyrir heimsfaraldurinn hafi hún oft fengið athugasemdir frá fólki vegna nafnsins en þá hafi það verið tengt við mexíkóska bjórinn Corona. „Fólk kallaði mig Guinness eða Budweiser. Ég gat hlegið að því en það er meira pirrandi núna, sérstaklega þegar fólk verður sífellt grófara,“ sagði hún í samtali við BBC.

Hún sagðist fá undarlegar augngotur frá mörgum þegar hún er á ferðinni og segir nafn sitt og það er erfitt fyrir hana að panta borð eða stofna viðskiptareikning því þá þarf hún að segja nafnið sitt upphátt. „Fólk hefur sagt við mig: „Eins og ég hlusti á einhvern sem heitir eftir veiru.““

Eins og kórónuveiran hefur nafn Corona Newton dreifst og ókunnugt fólk er farið að hringja í hana, eingöngu út af nafni hennar. „Er ég að tala við veiruna, spyrja margir“ sagði hún.

Aðrir ganga enn lengra og nefndi Corona sérstaklega mann einn sem hringdi nýlega í hana og úthúðaði henni. „Hvernig finnst þér að eyðileggja heiminn, öskraði hann,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Geta hundar verið myrkfælnir?

Geta hundar verið myrkfælnir?
Pressan
Í gær

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið