fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Pressan

Lögreglan hefur fengið nýjar vísbendingar í máli Madeleine – „Við höfum fengið myndir“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. nóvember 2020 05:16

Madeleine McCann hvarf úr þessu húsi árið 2007.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska lögreglan vinnur hörðum höndum að rannsókn á hvarfi Madeleine McCann sem hvarf sporlaust frá sumarleyfisíbúð fjölskyldu sinnar í Algarve í Portúgal fyrir 13 árum. Hún var þá þriggja ára. Þýska lögreglan telur fullvíst að Madeleine sé ekki á lífi og grunar þýska barnaníðinginn Chritian B. um að hafa numið hana á brott og myrt.

„Við höfum fengið nokkrar ábendingar frá Englandi, meðal annars frá ferðamönnum sem voru í Portúgal á þessum tíma,“ sagði Hans Christian Wolters, saksóknari, í samtali við The Mirror. Wolters stýrir rannsókn málsins.

„Við höfum fengið nokkar ljósmyndir sem eru hugsanlega áhugaverðar. Það eru nokkrar góðar ábendingar sem við erum að kanna,“ sagði hann. Lögreglan vonast til að þessar myndir geti varpað einhverju ljósi á málið. Wolters tók sérstaklega fram að það muni taka tíma að kanna myndirnar og þær upplýsingar sem þær veita hugsanlega. Það muni til dæmis seinka vinnunni að Bretar yfirgefa ESB um áramótin. Wolters benti á að innan ESB séu samhæfðar reglur um hvernig aðildarríkin vinna saman við rannsóknir mála og aðstoði hvert annað. Þegar Bretar yfirgefi ESB þurfi þýska lögreglan að senda formlegar beiðnir í hvert sinn sem hún óskar eftir upplýsingum. Þetta er að hans sögn ákveðið skrifræði sem muni hægja enn á gangi rannsóknarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál
Pressan
Fyrir 4 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás
Pressan
Fyrir 5 dögum

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rifrildi hjóna endaði með ósköpum – Hellti olíu yfir manninn meðan hann svaf

Rifrildi hjóna endaði með ósköpum – Hellti olíu yfir manninn meðan hann svaf