fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Loftsteinn fór mjög nærri jörðinni á föstudaginn – Enginn sá hann koma

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. nóvember 2020 15:15

Loftsteinn. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt það hræðilegasta við loftsteina er að þeir geta gert út af við allt líf á jörðinni ef þeir lenda í árekstri við hana ef þeir eru nægilega stórir til að komast í gegnum gufuhvolfið án þess að brenna upp til agna. En það er ekki síður hræðilegt að þeir geta lent í árekstri við jörðina án þess að við fáum nokkurn fyrirvara og getum því ekki brugðist við. Þetta átti sér næstum stað síðasta föstudag, föstudaginn 13., þegar loftsteinninn 2020 VT4 fór fram hjá jörðinni okkar í tæplega 400 km hæð. Hann var sem sagt nær jörðinni en Alþjóðlega geimstöðin.

Það sem gerir þetta svolítið ógnvekjandi er að enginn sá hann koma og raunar uppgötvaðist hann ekki fyrr en töluvert eftir að hann var kominn fram hjá okkur. Hann fór yfir sunnanvert Kyrrahafið. Samkvæmt umfjöllun ScienceAlert þá var hann svo nálægt jörðinni að hann setti nýtt met hvað það varðar.

Það er þó ákveðin huggun að þótt loftsteinninn hefði komið inn í gufuhvolfið hefði hann ekki valdið miklu tjóni. Hann er tæplega 10 metrar í þvermál og hefði brunnið upp í gufuhvolfinu, hugsanlega hefðu smá brot úr honum náð alla leið til jarðar.

Það var ekki fyrr en 15 klukkustundum eftir að hann fór fram hjá jörðinni sem viðvörunarkerfið ATLAS á Hawaii, sem fylgist með loftsteinum sem gætu hugsanlega stefnt á jörðina, uppgötvaði hann. Ástæðan er að sögn ScienceAlert að hann fór mjög hratt og braut hans að jörðinni var úr átt sem er erfitt að sjá hluti koma úr því geislar sólarinnar blinda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Segir flugöryggi ógnað

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögðu áhrifavaldinn hafa látist í hræðilegu slysi – Nú er sannleikurinn kominn í ljós

Sögðu áhrifavaldinn hafa látist í hræðilegu slysi – Nú er sannleikurinn kominn í ljós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“