fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Loka stórum hluta Kastrupflugvallar til 2022

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 22. nóvember 2020 15:11

Kastrup. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugiðnaðurinn hefur átt undir högg að sækja eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar braust út. Mun færri ferðast með flugvélum þessi misserin og bæði flugfélög og flugvellir eiga í miklum rekstrarerfiðleikum. Stjórnendur Kastrupflugvallarins í Kaupmannahöfn hafa nú þegar brugðist við þessu en grípa nú til enn harðari aðgerða til að mæta þeim mikla samdrætti sem hefur orðið í flugumferð um völlinn.

Ákveðið hefur verið að 25. nóvember verði 40% af flugstöðvarbyggingunum lokað eða 24 brottfararhliðum. Þessi lokun á að gilda út næsta ár. Check-in skýrir frá þessu. Fram kemur að hægt sé að endurskoða þetta með tveggja mánaða fyrirvara ef flugfarþegum fjölgar. Í heildina eru 78 brottfararhlið á vellinum.

Með þessum lokunum er hægt að spara rafmagn, þrif, viðhald og eftirlit að sögn Christian Poulsen, rekstrarstjóra flugvallarins. Hann sagði hverja krónu skipta máli núna þegar flugvöllurinn hefur nær engar tekjur og verði að taka milljónir að láni í hverjum mánuði til að geta haldið áfram starfsemi.

Í ágúst voru 650 stöður á flugvellinum lagðar niður en þær voru 2.600. Á fyrstu níu mánuðum ársins fóru 6,7 milljónir farþega um völlinn en það svarar til um 71% samdráttar frá því á sama tíma 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali