fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Hatursglæpir í Bandaríkjunum hafa ekki verið fleiri í tíu ár

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 22. nóvember 2020 18:00

Hún stakk byssuhlaupinu upp í unnustuna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári skráði bandaríska alríkislögreglan 7.314 hatursglæpi þar í landi. Slík mál hafa ekki verið fleiri síðan 2008. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá FBI.

BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að fjöldi morða, sem eru framin vegna haturs í garð ákveðinna þjóðfélagshópa, hafi náð nýjum hæðum á síðasta ári og verið 51. Það eru rúmlega tvöfalt fleiri morð en 2018.

Í skýrslunni eru hatursglæpir skilgreindir sem afbrot sem beinist gegn einhverjum vegna kynþáttar þeirra, uppruna, trúar, kynhneigðar, fötlunar, kyns eða kynáttunar. Fjöldi hatursglæpa hefur vaxið nær árlega síðan 2014.

BBC segir að réttindahópar segi að þetta megi rekja til vaxandi þröngsýni og kynþáttahlaðinnar orðræðu.

Árið 2008 voru skráðir hatursglæpir um 400 fleiri en á síðasta ári. Á síðasta ári átti versti hatursglæpur, sem skráður hefur verið af FBI, sér stað en þá skaut ungur Bandaríkjamaður 22 til bana í verslun Walmart i El Paso í Texas. Árásin beindist gegn fólki af mexíkóskum uppruna.

Í skýrslunni kemur fram að svart fólk sé sá þjóðfélagshópur sem oftast verður fyrir barðinu á hatursglæpum. 48,5% hatursglæpa beinast gegn svörtu fólki. 15,7% gegn hvítu og 14,1% gegn fólki af latneskum uppruna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni