fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

ESB hefur samið um kaup á 225 milljónum skammta af bóluefni til viðbótar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 06:45

Bóluefni frá Pfizer. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdastjórn ESB hefur gert fimmta samninginn um kaup á mögulegu bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19. Að þessu sinni var samið við lyfjafyrirtækið CureVac um kaup á 225 milljónum skammta.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórninni. Fram kemur að samkvæmt samningnum geti ESB keypt 180 milljónir skammta til viðbótar. Allt er þetta þó háð því að bóluefnið reynist öruggt og virki gegn COVID-19.

Þetta er fimmti samningur framkvæmdastjórnarinnar um kaup á bóluefni fyrir hönd allra aðildarríkjanna. Í tilkynningu framkvæmdastjórnarinnar er haft eftir Ursula von der Leyen, formanni hennar, að framkvæmdastjórnin hafi nú tryggt ESB 1,2 milljarða skammta af bóluefni, hið minnsta, og það sé ekki aðeins fyrir íbúa ESB-ríkjanna heldur einnig fyrir fátækasta fólk heims.

CureVav er evrópskt fyrirtæki með aðsetur í Þýskalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því
Pressan
Í gær

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“