fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Pressan

Náðu fram hefndum nákvæmlega 22 árum síðar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 20:01

Abu Muhammad al-Masri. Mynd:FBI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina skýrði New York Times frá því að þann 7. ágúst síðastliðinn hafi útsendarar ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad myrt Abu Muhammad al-Masri, einnig þekktur undir nafninu Abdullah Ahmed Abdullah, á götu úti í Teheran. Auk hans var dóttir hans, Miriam, drepin en hún var ekkja Hamza bin Laden, eins sonar hryðjuverkamannsins Osama bin Laden, sem var drepinn af bandarískum hermönnum á landamærum Afganista og Pakistan. Morðið á al-Masri átti sér stað nákvæmlega 22 árum eftir hryðjuverkaárás á sendiráð Bandaríkjanna í Kenía og Tansaníu en 224 létust í árásunum. Al-Masri er talinn hafa verið höfuðpaurinn á bak við þær árásir. Bandarísk stjórnvöld eru sögð hafa staðið á bak við morðið en Mossad hafi séð um framkvæmd þess.

Samkvæmt frétt New York Times þá voru það tveir menn á mótorhjóli sem skutu feðginin til bana í Teheran. Blaðið segir að bandarísk yfirvöld hafi árum saman fylgst með al-Masri og öðrum hryðjuverkamönnum sem halda til í Íran. Al-Masri var talinn líklegur til að verða næsti leiðtogi al-Kaída hryðjuverkasamtakanna. Íranir hafa þvertekið fyrir að hryðjuverkamenn úr al-Kaída haldi til í Íran og segja ekkert hæft í að al-Masri hafi verið myrtur þar í landi. Þetta sé hreinn uppspuni í „Hollywoodstíl“ hjá bandarískum fjölmiðlum.

Blaðið segir að al-Masri hafi verið í „haldi“ Írana síðan 2003 en hafi lifað sem frjáls maður í fínu úthverfi í Teheran síðustu fimm árin. Bandarísk yfirvöld telja að honum hafi verið leyft að búa í Íran til að geta skipulagt árásir á Bandaríkin en al-Kaída og Íran eiga það sameiginlegt að vera óvinir Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca