fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Pressan

Náðu fram hefndum nákvæmlega 22 árum síðar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 20:01

Abu Muhammad al-Masri. Mynd:FBI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina skýrði New York Times frá því að þann 7. ágúst síðastliðinn hafi útsendarar ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad myrt Abu Muhammad al-Masri, einnig þekktur undir nafninu Abdullah Ahmed Abdullah, á götu úti í Teheran. Auk hans var dóttir hans, Miriam, drepin en hún var ekkja Hamza bin Laden, eins sonar hryðjuverkamannsins Osama bin Laden, sem var drepinn af bandarískum hermönnum á landamærum Afganista og Pakistan. Morðið á al-Masri átti sér stað nákvæmlega 22 árum eftir hryðjuverkaárás á sendiráð Bandaríkjanna í Kenía og Tansaníu en 224 létust í árásunum. Al-Masri er talinn hafa verið höfuðpaurinn á bak við þær árásir. Bandarísk stjórnvöld eru sögð hafa staðið á bak við morðið en Mossad hafi séð um framkvæmd þess.

Samkvæmt frétt New York Times þá voru það tveir menn á mótorhjóli sem skutu feðginin til bana í Teheran. Blaðið segir að bandarísk yfirvöld hafi árum saman fylgst með al-Masri og öðrum hryðjuverkamönnum sem halda til í Íran. Al-Masri var talinn líklegur til að verða næsti leiðtogi al-Kaída hryðjuverkasamtakanna. Íranir hafa þvertekið fyrir að hryðjuverkamenn úr al-Kaída haldi til í Íran og segja ekkert hæft í að al-Masri hafi verið myrtur þar í landi. Þetta sé hreinn uppspuni í „Hollywoodstíl“ hjá bandarískum fjölmiðlum.

Blaðið segir að al-Masri hafi verið í „haldi“ Írana síðan 2003 en hafi lifað sem frjáls maður í fínu úthverfi í Teheran síðustu fimm árin. Bandarísk yfirvöld telja að honum hafi verið leyft að búa í Íran til að geta skipulagt árásir á Bandaríkin en al-Kaída og Íran eiga það sameiginlegt að vera óvinir Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjokk í Frakklandi – Áhrifavaldur lést í beinni útsendingu

Sjokk í Frakklandi – Áhrifavaldur lést í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Coldplay tjáir sig eftir hneykslið – „Við höldum þessu áfram“

Coldplay tjáir sig eftir hneykslið – „Við höldum þessu áfram“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Alaskabúi fékk ótrúlega gjöf frá Pútín

Alaskabúi fékk ótrúlega gjöf frá Pútín
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea hækkar í hátalaradeilunni

Norður-Kórea hækkar í hátalaradeilunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heitustu nætur sögunnar í Miðausturlöndum

Heitustu nætur sögunnar í Miðausturlöndum
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég stundaði kynlíf með bróður mínum“ – Eiginmaðurinn er farinn að taka eftir ýmsum merkjum

„Ég stundaði kynlíf með bróður mínum“ – Eiginmaðurinn er farinn að taka eftir ýmsum merkjum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ekkja lét innramma húðflúr af eiginmanninum til að minnast hans – „Gerir svo miklu meira en mynd“

Ekkja lét innramma húðflúr af eiginmanninum til að minnast hans – „Gerir svo miklu meira en mynd“
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Not bloody likely” sagði prinsessan á sínum tíma – Fagnaði 75 ára afmæli á föstudaginn

„Not bloody likely” sagði prinsessan á sínum tíma – Fagnaði 75 ára afmæli á föstudaginn