fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Ætla að breyta tunglgrjóti í súrefni og byggingarefni

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 14. nóvember 2020 17:00

Tunglið. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska fyrirtækið Metalsys sigraði í útboði Evrópsku geimferðastofnunarinnar um að þróa tækni til að breyta tunglryki og tunglgrjóti í súrefni og skilja ál, járn og önnur málmduft eftir til að hægt verði að nota þau í framkvæmdir.

Ef vel tekst til við þróun þessarar aðferðar mun það ryðja veginn fyrir uppsetningu aðstöðu á tunglinu þar sem súrefni verður unnið úr grjóti og ryki sem og vinnslu verðmætra málma. Þetta sparar mikið því það kostar gríðarlegar upphæðir að flytja þetta héðan frá jörðinni til tunglsins.

„Allt sem þú flytur frá jörðinni til tunglsins er viðbótarþyngd sem þú vilt ekki taka með. Ef þú getur búið þessi efni til á staðnum sparar þú mikinn tíma, erfiði og peninga,“ hefur The Guardian eftir Ian Mellor, framkvæmdastjóra Metalysis.

Rannsóknir á tunglgrjóti, sem hefur verið flutt til jarðarinnar, sýna að það inniheldur um 45% súrefni miðað við þyngd þess. Restin er aðallega járn, ál og silíkon. Vísindamenn hjá Metalysis og Glasgowháskóla segjast geta unnið 96% af súrefninu úr jarðvegi sem líkist jarðveginum á tunglinu.

NASA og aðrar geimferðastofnanir eru að undirbúa ferðir til tunglsins á næstu árum og er markmiðið að koma upp varanlegri bækistöð á tunglinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma