fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Tölvuþrjótar fela spilliforrit í atvinnuumsóknum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. nóvember 2020 19:05

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atvinnuauglýsing, vel útlítandi atvinnuumsókn og ferilskrá. Einn smellur og fyrirtækið er í djúpum skít.

Svona getur atburðarásin verið þegar tölvuþrjótar beina spjótum sínum að fyrirtækjum. Samkvæmt nýju áhættumati frá miðstöð tölvuöryggis, sem er stofnun á vegum leyniþjónustu danska hersins, þá eru tölvuþrjótar í sífellt meiri mæli farnir að beina spjótum sínum að mannauðsdeildum fyrirtækja með því að senda inn falskar atvinnuumsóknir.

Oft fylgir ferilskrá með atvinnuumsókn, meðmæli eða eitthvað annað sem kann að eiga við. Tölvuþrjótar fela oft spilliforrit í þessum fylgigögnum.

Þetta gera þeir í þeirri von að þeir sem fara með mannauðsmálin opni tölvupósta þeirra og viðhengi þegar kemur að yfirferð á umsóknum. Ekstra Bladet skýrir frá þessu.

Sem dæmi er nefnt að þessari aðferð hafi verið beitt í Bangladess þar sem maður, sem kallaði sig Rasel Ahlam, sendi atvinnuumsókn, sem hann hafði komið spilliforriti fyrir í, til seðlabanka landsins. Viðtakandinn smellti á hlekk í tölvupóstinum og nokkrum mánuðum síðar höfðu tölvuþrjótar stolið 81 milljón dollara frá bankanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið