fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Erdogan telur ummæli Macron um múslima vera ögrun

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. október 2020 08:00

Erdogan Tyrklandsforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er allt annað en sáttur við Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, eftir ummæli hins síðarnefnda í síðustu viku. Þá hét Macron því að berjast gegn „íslamskri aðskilnaðarstefnu“ í frönsku samfélagi.

Erdogan segir ummælin vera „hreina ögrun“ sem sýni vel „ósvífni“ Frakklandsforseta. Macron kynnti nýtt lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í síðustu viku sem á að styrkja hið veraldlega í landinu þannig að stjórnmál og trúarbrögð blandist ekki saman. Við það tilefni varaði hann við „íslamskri aðskilnaðarstefnu“ í Frakklandi.

Hann boðaði einnig að bann við notkun trúarlega höfuðfata á borð við slæður, eins og margar múslímskar konur nota, og slör verði víkkað enn frekar og muni ná til starfsfólks í einkageiranum. Einnig mun ríkisvaldið fá heimild til að grípa inn ef sveitarstjórnir hafa veitt múslimum of margar ívilnanir. Hann sagðist staðráðinn í að stöðva alla sem „nota trúarbrögð til að byggja upp hliðarsamfélag“.

Franska ríkisstjórnin segir að lögin muni ná til allra trúarbragða en það sé íslömsk trú sem valdi mestum áhyggjum.

Erdogan telur að Macron hafi ýkt ástandið og móðgað múslima með ummælum sínum.

„Hvert ert þú að leyfa þér að tala um uppbyggingu íslam?“ sagði Erdogan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah snýr aftur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi