fbpx
Fimmtudagur 15.janúar 2026
Pressan

Erdogan telur ummæli Macron um múslima vera ögrun

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. október 2020 08:00

Erdogan Tyrklandsforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er allt annað en sáttur við Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, eftir ummæli hins síðarnefnda í síðustu viku. Þá hét Macron því að berjast gegn „íslamskri aðskilnaðarstefnu“ í frönsku samfélagi.

Erdogan segir ummælin vera „hreina ögrun“ sem sýni vel „ósvífni“ Frakklandsforseta. Macron kynnti nýtt lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í síðustu viku sem á að styrkja hið veraldlega í landinu þannig að stjórnmál og trúarbrögð blandist ekki saman. Við það tilefni varaði hann við „íslamskri aðskilnaðarstefnu“ í Frakklandi.

Hann boðaði einnig að bann við notkun trúarlega höfuðfata á borð við slæður, eins og margar múslímskar konur nota, og slör verði víkkað enn frekar og muni ná til starfsfólks í einkageiranum. Einnig mun ríkisvaldið fá heimild til að grípa inn ef sveitarstjórnir hafa veitt múslimum of margar ívilnanir. Hann sagðist staðráðinn í að stöðva alla sem „nota trúarbrögð til að byggja upp hliðarsamfélag“.

Franska ríkisstjórnin segir að lögin muni ná til allra trúarbragða en það sé íslömsk trú sem valdi mestum áhyggjum.

Erdogan telur að Macron hafi ýkt ástandið og móðgað múslima með ummælum sínum.

„Hvert ert þú að leyfa þér að tala um uppbyggingu íslam?“ sagði Erdogan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Apple tekur fram úr Samsung

Apple tekur fram úr Samsung
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump átti erfitt með að muna eigið loforð – „Gerði ég það? Hvenær gerði ég það?“

Trump átti erfitt með að muna eigið loforð – „Gerði ég það? Hvenær gerði ég það?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjónin myrt rétt fyrir áramót: Það kom fáum á óvart hver hinn grunaði er

Hjónin myrt rétt fyrir áramót: Það kom fáum á óvart hver hinn grunaði er
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ákærð fyrir glæpi sem sagðir eru ógna lýðræðinu

Ákærð fyrir glæpi sem sagðir eru ógna lýðræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hvarf sporlaust – Myrti eiginmaðurinn hana og faldi líkið á fjölskyldubýlinu?

Hún hvarf sporlaust – Myrti eiginmaðurinn hana og faldi líkið á fjölskyldubýlinu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann ástina að nýju á öldrunarheimilinu

Fann ástina að nýju á öldrunarheimilinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leikarinn ákærður fyrir kynferðislegt ofbeldi gegn barni – Handtökuskipun gefin út

Leikarinn ákærður fyrir kynferðislegt ofbeldi gegn barni – Handtökuskipun gefin út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún hvarf og fannst síðar myrt í skógi – Lögreglan telur sig hafa fundið morðingjann

Hún hvarf og fannst síðar myrt í skógi – Lögreglan telur sig hafa fundið morðingjann