fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Pressan

Ætluðu að nota geislavirka refi í síðari heimsstyrjöldinni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. október 2020 16:01

Þessi heimskautarefur þarf að laga sig að breyttum aðstæðum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ótrúleg hugmynd, sem miðaði að því að draga úr baráttuanda Japana í síðari heimsstyrjöldinni, var eiginlega svo ótrúleg að það er erfitt að ímynda sér að hún hafi í alvöru verið íhuguð. En það var nú samt gert. Hugmyndin snerist um að nota geislavirka refi gegn Japönum.

Skýrt er frá þessu á vef Smithsonian. Fram kemur að sérstök áætlun hafi verið starfrækt af bandaríska hernum í stríðinu. Markmiðið var að finna óvenjulegar leiðir til að nota í baráttunni við Öxulveldin. Meðal þeirra hugmynda sem voru settar fram var að búa til sprengiefni í líki pönnukökudeigs, festa sprengjur við leðurblökur og búa til illa lyktandi úða sem minnti á mannasaur. En ótrúlegasta hugmyndin var líklega að nota geislavirka refi gegn Japönum.

Það var Ed Salinger, sem hafði búið í Tókýó fyrir stríð, sem fékk þessa hugmynd og byggði hana á vitneskju sinni um japanska menningu. Hann taldi að „kitsune“, sem er andi í líki refs, gæti eyðilagt baráttuvilja Japana þar sem þeir tryðu á yfirnáttúruleg öfl. Með því að nota refi væri hægt að ýta undir þessa trú þeirra og nýta hana til að brjóta niður baráttuþrek þeirra.

Þegar kom að því að skapa „kitsune“ kom sú hugmynd fram að senda blöðrur, í refslíki, yfir Japan til að hræða fólk. Einnig var rætt um að búa til refalykt sem Salinger taldi að Japanir myndu þekkja og verða hræddir.  En hætt var við þetta og ákveðið að beina sjónunum að því að nota refi sem átti að fanga í Kína og Ástralíu. Þá átti að mála með sjálflýsandi málningu og sleppa lausum. Talið var vænlegt til árangurs að nota geislavirka málningu en ekki var vitað um heilsufarsáhættuna sem fylgdi notkun hennar.

Ýmsar tilraunir og útfærslur á þessari hugmynd voru gerðar en alltaf kom betur í ljós að þetta var ógerlegt og myndi líklegast ekki gagnast. Til dæmis áttuðu menn sig á því eftir langa hríð að ekki væri líklegt að refirnir, ef það tækist að koma þeim til Japan, myndu sýna sig fólki. Refir reyna nú yfirleitt að halda sig fjarri fólki. Að lokum var aðgerðin blásin af þar sem hún þótti óskynsamleg og órökrétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar
Pressan
Í gær

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest