fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Fundu leifar hræðilegs rándýrs – 13 metrar að lengd

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 3. október 2020 11:05

Engin smásmíði. Mynd:Mario Lanzas/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Atacamaeyðimörkinni í Chile hafa fornleifafræðingar fundið leifar af dýri sem sagt hefur verið hafa verið „hættulegasta dýrið sem nokkru sinni hefur synt í heimshöfunum“. Það er engin tilviljun að leifarnar fundust í Atacamaeyðimörkinni því hún var eitt sinni undir sjó.

Samkvæmt umfjöllun Maritime Herald þá byrjuðu fornleifafræðingar að leita að steingervingum úr dýrinu fyrir þremur árum þegar hluti af ugga fannst. Dýrið nefnist pliosaurus og var uppi fyrir um 160 milljónum ára. Þetta voru risastór dýr, á stærð við risaeðlur, sem syntu um heimshöfin og átu þau dýr sem urðu á vegi þeirra. Vísindamenn við University of Chile segja að bit dýrsins hafi verið öflugra en bit hins vel þekkta Tyrannosaurus rex. Dýrin voru allt að 13 metra löng en til samanburðar má nefna að lengsti hvíthákarl sem vitað er um var um sex metrar.

Höfuð dýranna voru um einn metri að lengd og tennurnar átta til tíu sentimetrar að lengd.

Steingervingar úr svona dýrum hafa einnig fundist hér á norðurslóðum eða á Svalbarða 2007 og 2008. Seinna dýrið var um 45 tonn.

Í fréttatilkynningu frá norska náttúrfræðisafninu sagði þá að pliosaurus hafi verið „hættulegasta dýrið sem nokkru sinni hefur synt í heimshöfunum“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni